Föstudagur, 10. október, 2025 @ 22:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Fyrsti bíll nýrrar BZ-kynslóðar rafmagnsbíla Toyota verður sportjeppi

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
07/12/2020
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
270 14
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Fyrsti bíll nýrrar BZ-kynslóðar rafmagnsbíla Toyota verður sportjeppi

Fyrsta rafknúna bifreið Toyota, byggð á e-TNGA grunni fyrirtækisins, verður sportjeppi sem er svipaður að stærð og RAV4, og er í nýrri kynslóð rafbíla sem nefnd hefir verið BZ.

Jeppinn mun fara í sölu í Evrópu „eftir nokkur ár“, sagði sölu- og markaðsstjóri Toyota Europe, Matt Harrison, í myndspjalli við Automotive News Europe. „Við erum að fara í ferli markaðssetningar fyrir ökutækið“.

Harrison gaf engar aðrar upplýsingar. Í yfirlýsingu á mánudag sagðist Toyota tilkynna nánari upplýsingar á næstu mánuðum.

Toyota gaf út teikniskissu af væntanlegum rafknúnum jeppa sínum.

Nýi sportjeppinn verður smíðaður í svokallaðri ZEV verksmiðju Toyota í Japan.

BZ stendur fyrir Beyond Zero

Ekkert heiti er enn til um nafnið á þessum sérsniðna rafbíl en Toyota hefur verið undanfarna mánuði að skrá vörumerki byggt á „BZ röð“ – allt frá BZ1 til BZ5. Það hefir komið fram á vef Auto Express að þetta er heiti á nýrri fjölskyldu af sjálfstæðum gerðum rafbíla og að BZ vísar til „Beyond Zero“, nafnið sem Toyota notar á bíla með núlllosun mengandi útblásturs.

Toyota hefur ekki sagt á hvaða öðrum mörkuðum bílaframleiðandinn muni selja rafknúna sportjeppa. Í sérstöku myndspjalli, sagði Bob Carter, yfirmaður sölu Toyota í Norður-Ameríku, Bob Carter, sagði að fyrirtækið myndi stökkva í átak rafhlöðubíla í Norður-Ameríku, þó að hann neitaði að greina hvaða gerðir fyrirtækisins myndu gera það.

Sportjeppinn verður einn af þeim 10 bifreiðum sem eru með núlllosun, sem bílaframleiðandinn ætlar að setja á markað í Evrópu árið 2025, að því er stjórnendur Evrópudeildar Toyota sögðu.

Sportjeppinn, þróaður með Subaru, verður fimmti af tíu gerðum. Toyota og Subaru tilkynntu um samstarf sitt á sviði rafbíla í fyrra.

Meðal annarra má nefna Proace City, litla  rafknúna sendibifreið sem þróuð var af samstarfsaðila Toyota á sviði sendibíla, PSA Group. Afhending Proace City mun hefjast næsta haust, sagði Toyota í yfirlýsingu.

Proace City rafknúinn sendibíll Toyota verður boðinn með heilum hliðum fyrir notendur í atvinnuskyni og sem farþegabíll sem kallast Proace City Verso.

Toyota mun einnig hefja sölu á annarri kynslóð Mirai vetnisbílsins á næsta ári.

Toyota selur nú þegar tvær rafknúnar gerðir sem aðeins nota rafmagn, Lexus UX 300e sportjeppann og rafhlöðuknúna útgáfu af Proace meðalstóra sendibílnum sínum.

Ný rafhlöðutækni

Á netþinginu sagði Toyota einnig að árið 2025 myndi það hefja sölu á rafbíl með samrásarrafhlöðu (solid-state), nýrri tækni sem breytir efnafræðinni til að draga úr þyngd og styttir hleðslutíma.

Fyrirtækið gaf engar nánari upplýsingar um gerðina en kom fram með þær upplýsingar að það gæti verið bíll sem yrði framleiddur í minna magni á sama hátt og fyrsti Mirai vetnisbíllinn.

„Við getum byrjað á einhverju sem er ekki endilega fyrir almenning en metnaðurinn er að stækka smám saman,“ sagði talsmaður Toyota.

Bílaframleiðandinn mun framleiða sex gerðir á e-TNGA („Toyota New Global Architecture“ fyrir rafbíla) fyrir Toyota vörumerkið og Lexus.

Þegar fyrirtækið tilkynnti um nýja grunninn í október 2019 sagði Toyota að e-TNGA væri nægjanlega sveigjanlegur grunnur til að rúma allt frá sportjeppa með þremur sætaröðum til sportlegrar fólksbifreiðar til lítils „crossover“ eða smábíls.

Einingakerfið við grunninn styður hönnun með afturdrifi-, framdrifi- og fjórhjóladrifi og mismunandi rafhlöðustærðir, sem eru frá 50 kílówattstundum til 100 kWst.

Toyota hefur farið sér hægt í því að senda frá sér rafknúnin ökutæki samanborið við stærsta keppinaut sinn að stærð á heimsvísu, Volkswagen Group, en stefnir að því að bæta upp þetta með því að nota bæði e-TNGA og vetnisbíla eins og Mirai.

Toyota býst við að sala á tengibifreiðum, svo sem tengitvinnbílum og rafbílum, auk vetnisbíla, muni nema 20 prósentum af heildarmagni sínu á Evrópusvæði sínu, þar með talið Rússlandi, árið 2025. Á þeim tíma stefnir Toyota að því að heildarsala í Evrópu verði 1,4 milljónir ökutækja sem jafngildir 6,5 prósenta hlutdeildar á markaðnum.

Forstjóri Toyota Europe, Johan van Zyl, sagðist búast við að hlutur bílaframleiðandans í tengibifreiðum og vetnisbifreiðum myndi hækka í 35 prósent fyrir árið 2030, með „full hybrid“ með 50 prósent og tengitvinnbíla með 10 prósent.

Vinsældir Toyota „full-hybrid-bíla“ hjálpuðu Toyota við að auka markaðshlutdeild sína í Evrópu í 5,9 prósent á fyrstu níu mánuðunum en voru 5,1 prósent ári áður, samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarsamtökunum ACEA.

Toyota seldi 1,09 milljónir bíla árið 2019 í Evrópulöndum.

(Automotive News Europe)

Fyrri grein

VW lagfærir vandamál í hugbúnaði í ID3-rafbílnum

Næsta grein

Forstjóri Volvo gerir ráð fyrir að hlutur sportjeppa þeirra vaxi í 75%

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

Höf: Jóhannes Reykdal
10/10/2025
0

ÍSBAND hefur verið valið sem umboðsaðili Leapmotor á Íslandi. Þetta markar komu merkisins á íslenskan markað. Forsala er hafin og...

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Ineos lokar samningi um að kaupa verksmiðju Daimler í Frakklandi

Ineos lokar samningi um að kaupa verksmiðju Daimler í Frakklandi

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.