Framleiðsla hafin á VW ID.5

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
  • ID.5 er sjötta gerðin á MEB-grunni sem framleidd er í verksmiðjunum í Zwickau í Þýskalandi

Volkswagen tilkynnti opinberlega í gær, föstudaginn 28. janúar, um upphaf framleiðslu á Volkswagen ID.5 gerðinni (og fjórhjóladrifnu ID.5 GTX útgáfunni) í Zwickau í vesturhluta Saxlands, Þýskalandi.

Þessi formlega byrjun framleiðslu á ID.5 tók lengri tíma en búist var við, þar sem tilraunaframleiðslan hófst fyrir tæpu ári síðan – um miðjan febrúar 2021. En það hefur komið fram í fréttum áður að orsökin er tengd skorti á íhlutum, sem neyddi VW til að stöðva verksmiðjuna um stund í nóvember.

Framleiðsla á Volkswagen ID.5 í Zwickau, Þýskalandi

ID.5 bætist í hóp nokkurra annarra gerða á MEB-grunni sem framleiddar eru í verksmiðjunni:

  • Volkswagen ID.3
  • Volkswagen ID.4 (og ID.4 GTX)
  • Volkswagen ID.5 (og ID.5 GTX) – coupé útgáfa af ID.4
  • Audi Q4 e-tron – frændi ID.4
  • Audi Q4 Sportback e-tron – Coupe útgáfa af Audi Q4 e-tron
  • Cupra Born (frá september 2021) – frændi ID.3

Þetta markar lok umbreytinga Volkswagen á verksmiðju sinni í Zwickau, sem er talin fyrsta stóra verksmiðja nokkurs magnframleiðanda um allan heim til að skipta út allri framleiðslu á ökutækjum með brunahreyfli yfir í rafbíla.

Skiptingin úr 100% brunahreyflum í 100% rafbíla (sex gerðir) tók um 26 mánuði. Möguleg framleiðslugeta sex gerða er 330.000 á ári.

Síðan 2018 hefur um 1,2 milljörðum evra verið varið til að breyta verksmiðjunni.

Samkvæmt fréttatilkynningu framleiddi fyrirtækið árið 2021 um það bil 180.000 einingar í Zwickau og í miklu minni verksmiðju sem framleiddi ID.3 í Dresden (Gläserne Manufaktur Dresden). Markmiðið fyrir árið 2022 er auðvitað að auka framleiðsluna.

Volkswagen ID.5 framleiðsla í Zwickau, Þýskalandi

Árið 2022 mun Volkswagen hefja rafbílaframleiðslu (á MEB-grunni) í þremur verksmiðjum til viðbótar:

  • Emden, Þýskalandi: Volkswagen ID.4 (alveg ný gerð sem kemur árið 2023)
  • Hannover, Þýskaland: Volkswagen ID. Buzz (sú verksmiðja mun framleiða nokkrar gerðir, þó ekki Porsche)
  • Chattanooga, Bandaríkjunum: Volkswagen ID.4 (nú í forframleiðslu)

Samkvæmt framleiðanda er gert ráð fyrir að heildarframleiðslugeta Volkswagen sem vörumerkis á öllum rafbílum muni ná 1,2 milljónum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína.

(byggt á vef insideevs)

Svipaðar greinar