Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 10:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Ford Bronco: Nokkrir sérsniðnir!

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
25/10/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
267 18
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Sérsniðnar gerðir af Ford Bronco og Ford Bronco Sport verða á meðal þess sem bílaframleiðandinn sýnir á SEMA sýningunni 2021

Eftir því sem betur tekst að koma böndum á Covid-faraldurinn fjölgar bílasýningunum, en flestum slíkum hefur verið frestað um langan tíma.

SEMA sýningin snýr nú aftur en henni var aflýst í fyrra vegna Covid. Markaðssýning samtakanna „Specialty Equipment Market Association“ á sértækum búnaði hefst í Las Vegas 2. nóvember og Ford hefur tilkynnt að fyrirtækið ætli að koma með sex sérstaka Bronco-jeppa. Fjórir eru sérsniðnir Bronco-jeppar, en tveir eru byggðir á Bronco Sport.

Ný aukahlutalína

Ford ætlar líka að kynna línu af nýjum aukahlutum á SEMA, eins og nýjan Ford Performance Parts framdrifsbúnað sem styður allt að 5.38:1 gírun drifs, stýrisbúnað fyrir erfiðar aðstæður og öflugari stýrisenda. Ford kemur líka með ný 17 tommu Method Race felgusett fyrir Bronco.

Að lokum má nefna að komin er afluppfærsla, eða „tjúning“, fyrir 2,3 lítra EcoBoost fjögurra strokka vélina og henni er hlaðið upp gegnum OBDII tengi bílsins.

Jepparnir sex

Bronco frá BDS Suspensions

Bronco frá BDS Suspensions árið 2021 er rauður á litinn, hann er tveggja dyra og sérstaklega hannaður fyrir forgangsakstur. Hann er með 4 tommu BDS efra armakerfi (e. upper control arm system), BDS stillanlega arma að aftan og togstöng, auk þess sem hægt er að aftengja jafnvægisstöngina.

Bíllinn kemur á  37 tommu BFGoodrich KM3 dekkjum og er heildarútkoman býsna fullkominn slökkvibíll. Hann er með CrawlTek Revolution stuðurum  með innfelldri spilfestingu, dráttarkrókum og hlífðarpönnu að framan. Að aftan eru sömuleiðis spilfestingar og dráttarkrókar.

2021 Bronco frá Tucci Hot Roads

Næstur í röðinni er Bronco frá Tucci Hot Roads, sem er byggður á fjögurra dyra Badlands seríu Bronco. Hann er hannaður sem hinn fullkomni snjóbíll enda á beltum í stað dekkja. Bíllinn er með  hliðaropnun að geymslurými, flata snjóbrettagrind á toppnum og Yakima LockNLoad þakgrind. Rigid ljósastiku hefur einnig verið bætt við til að lýsa upp veginn fram undan.

2021 Bronco RTR Fun-Runner frá RTR Vehicles

Bronco RTR Fun-Runner frá RTR Vehicles var búinn til af Ford Performance-smiðnum Vaughn Gittin Jr. Hann er byggður á tveggja dyra Badlands gerðinni og kemur með hljóðkerfi, lakkhlífðarfilmum, stigbrettum og  sportpústi. Bronco RRT Fun-Runner hefur einnig meiri getu í torfærum með Ultimate Dana 44 FDU framhásingu og Ultimate Dana 60 „semi-float“ afturhásingu, öfluga CV öxla frá RCV Performance  og kröftugu loftinntaki. Bíllinn er með  Fox Performance Elite 2.5 fjöðrunarkerfi og á 37 tommu torfærudekkjum sem skrúfuð eru föst á álfelgur frá RTR Tech með „bead-lock“.

2021 Bronco BAJA FORGED smíðaður af LGE-CTS Motorsports

Síðastur Bronco-bílanna er Bronco Baja Forged frá LGE-CTS Motorsports, sem var búinn til af Theresa Contreras, gömlum og góðum Ford SEMA bílasmiði, sem er hönnuður og stofnandi Baja Forged Parts. Bíllinn er byggður á fjögurra dyra Outer Banks gerðinni og er með innbyggðan ísskáp, hljóðkerfi, farangursrými sem má hólfa niður  (cargo organizer) og Baja Forged stuðara. Jeppinn er með Icon Vehicle Dynamics 3.0 lyftibúnað á fjöðrun, felliborð í afturhlera, Baja Forged brettakanta, ljóskastara og hlíf yfir varadekkið.

2021 Bronco Sport BAJA FORGED frá LGE-CTS Motorsports

Bronco Sport Baja Forged frá LGE-CTS Motorsports er byggður á Bronco Sport Badlands. Hann fær 2 tommu hækkun á fjöðrun, undirvagnsvörn, torfæruljós, brettakanta og Borla útblásturskerfi. Hann er einnig með Baja Forged rörlaga stuðara að framan og aftan, ljós á þaki, Warn-spil og dráttarkróka.

2021 Bronco Sport frá CGS Performance Products

Síðastur en ekki sístur er Bronco Sport frá CGS Performance Products, einnig byggður á Badlands-gerðinni. Hann fær sérstakar sætisáklæði, geymsluhólf undir aftursætum, undirvagnsljósabúnað, brettakanta, afturvindskeið og ljóskastara. Til að auka afköstin eru meðal annars CGS Performance loftinntak og keramikhúðað útblásturskerfi.

(frétt á vef Torque Report)

Fyrri grein

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Næsta grein

Tesla Model 3 fyrsti rafbíllinn til að toppa söluna í Evrópu

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Nýr Kia EV2 „fyrir Evrópu“ kemur snemma árs 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
04/10/2025
0

Fyrri hugmynd mun breytast í nýjan rafknúinn smábíl árið 2026, með smart jeppastíl og rúmgóðu innanrými. Kia telur niður dagana...

Næsta grein
„Spæjaði“ Audi Q6 í gær: Myndband

„Spæjaði“ Audi Q6 í gær: Myndband

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.