Fimm dyra útgáfa Suzuki Jimny formlega kynnt
Stærri og hagnýtari útgáfan af þessum gamla góða jeppa Suzuki ætti að vera jafn fær utan vega
Kemur ekki á markað í Evrópu – að minnsta kosti ekki enn um sinn
Suzuki hefur kynnt nýja fimm dyra útgáfu af Jimny á Auto Expo í Delí á Indlandi.
Stærri Jimny, sem er opinberlega markaðssettur af Maruti Suzuki á Indlandi, mun ekki koma til Bretlands og annarra Evrópulanda vegna losunarreglugerða.

Þrátt fyrir að þriggja dyra, fjögurra sæta Jimny hafi verið tekinn úr sölu í Evrópu árið 2020, er enn Jimny Commercial á boðstólum í mörgum Evrópulöndum – sem var frekar snjöll leið Suzuki til að lækka útblástur bílaflotans með sendibílaútgáfu af Jimny.

Venjulegur Jimny er nógu lítill til að vera markaðssettur sem kei bíll í Japan en fimm dyra gerðin er 250 mm lengri eða 3.645 mm – þó að breiddin og hæðin séu þau sömu og þriggja dyra.



Aflrásin er sú sama og áður, sem bendir til þess að stærri fimm dyra verði hægari og aðeins minna sparneytinn.
1,5 lítra bensínvélin skilar 104 hestöflum og 134 Nm togi í fjórhjóladrifi í gegnum annað hvort fimm gíra beinskiptingu eða fjögurra gíra sjálfskiptingu.
Það eru enn alvarlegir möguleikar á torfæru með 36 gráðu aðkomuhorni, 24 gráðu horni fyrri miðju bíls, 50 gráðu brottfararhorni og 210 mm hæð frá jörðu.
Með ALLGRIP Pro kerfinu frá Suzuki eru þrjár akstursstillingar: 2H, 4H og 4L, í venjulegum akstri mun Jimny aðeins knýja afturhjólin.
En eins og sagt var hér í upphafiu er þetta bíll sem við munum í bili aðeins sjá í fjarlægði – því ekki kemur hann á okkar markaðssvæði.
(fréttir á vef Auto Express, CarScoops og fleiri vefsíðum)



