Fiat lofar að halda áfram að búa til smábíla á rafbílaöld
Ítalska merkið ætlar að vera staðfast og halda sig nærri rótum sínum.
Engar breytingar verða á stefnu Fiat að framleiða áfram minni bíla og ætlar fyrritækið þess í stað að auka rafmagnsframboð sitt. Þó að margir framleiðendur séu að hætta við borgarbíla og hlaðbaks-bíla í þágu crossover-bíla, telur Fiat að enn séu fullt af tækifærum í stærðarflokki lítilla og minni bíla.

Hið fræga ítalska vörumerki hyggst setja á markað fimm nýjar gerðir á næstu fimm árum, með vísbendingu um að allir verði þeir bílar í A og B stærðarflokki. Til viðmiðunar vísar A-hlutinn til lítilla borgarbíla eins og 500e á meðan B-hlutinn tengist bílum í hlaðbaksgerð eins og Peugeot e-208.
Olivier François, forstjóri Fiat, sagði í samtali við AutoCar á Englandi að það væri frábært tækifæri að búa til rafbíla vegna þess að „það er engin Fiesta eða Polo að þvælast fyrir“. François fullyrti að Fiat væri 100% einbeitt að litlum bílum og þyrfti að halda áfram að „eiga A-hlutann“ og „eignast B-hlutann aftur“.
Næsti rafbíll Fiat verður lítill hlaðbakur sem situr fyrir ofan 500e. Í kjölfarið kemur svo framleiðsluútgáfan af Centoventi Concept 2019.
Fiat 500e mun koma í sölu í Bandaríkjunum árið 2024. Núverandi 500e fáanlegur í Evrópu, er knúinn af annað hvort 23,8 kWh eða 42 kWh rafhlöðupakka. Sá síðarnefndi er fær um allt að 320 km á hleðslu (WLTP) og 0-60 mílur (0-96,5 km/klst) km/klst á um 8 sekúndum.
Abarth afbrigði af 500e ætti líka að komast til Bandaríkjanna á einhverju stigi.
Með miklu meiri áherslu á frammistöðu skilar Abarth 500e 153 hö og getur spreytt sig frá 0-60 mph (96,5 km/klst) á 7 sekúndum.
Hann er einnig með nokkuð umdeildan „Sound Generator“ sem endurspeglar vélarhljóð frá bensínútgáfu af Abarth.
(frétt á vef INSIDEEVs)