Bronco Baja Monster V8 hljómar vel

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Ójá! Það er fallegt hljóðið í þessum V8 Ford Bronco Baja Monster. Bíllinn kemur á markað í Bandaríkjunum 2023 og er sérlega skemmtilega útbúinn. En það sem skiptir mestu hér er hljóðið!

Nánar um hinar ýmsu útfærslur nýs Bronco má lesa hér.

Þessi sem hér sést er með 5,0 l. V8 vél sem skilar um 400 hestöflum. Fá eintök verða framleidd en þetta „Monster“ er eingöngu framleitt til aksturs í torfærum. Hann verður ekki til almenns brúks. Nóg um það í bili.

Meðfylgjandi myndbönd voru birt í gærkvöldi. Hið fyrra er frá Ford Performance og er eins konar kynningarmyndband en seinna myndbandið er frá TFL-Offroad og talar sínu máli.

Svipaðar greinar