BMW eru opnir fyrir framleiðslu á vetnisrafmagni í „Neue Klasse“
Og fyrirtækið veit nú þegar hvernig á að láta það gerast
BMW er um þessar mundir að þróa grunnhönnun sem kallast „Neue Klasse“ eða „nýr flokkur“ sem mun standa undir nýju úrvali rafbíla sem hefst árið 2025.
Þó að grunnurinn sé ekki hannaður með brunavélar í huga, komst Autoblog að því að þýska fyrirtækið hefur ekki útilokað að gera hann samhæfan við vetni.
„Við erum að vinna að því að geta samþætt vetni í „Neue Klasse“ pakkann. Ekki frá og með 2025, og líklega aðeins í stærri bílunum. Við höfum ekki lokið [verkefninu] ennþá en þetta er möguleiki,“ , sagði Jürgen Guldner framkvæmdastjóri vetnisáætlunarinnar.
Að byrja á auðu blaði gefur BMW tækifæri til að reyna „Neue Klasse“ grunninn — það er miklu auðveldara og jafnframt ódýrara að hanna grunninn með vetni í huga frá upphafi, jafnvel þótt þessi valkostur sé aldrei notaður, en að breyta honum til að taka við vetnisknúinni drifrás eftir að hann hefur verið í framleiðslu í nokkur ár.
Guldner bætti við að teymi hans væri að skoða snjalla „pökkunarlausn“.

„Geymakerfið í iX5 er frekar stórt og það er staðsett rétt í miðjum bílnum.
Hugmyndin er að hafa smærri geyma staðsetta við hliðina á hvor öðrum sem taka upp pláss rafhlöðupakka rafbíla.
Minni geymar, enn sívalir, en fleiri af þeim.
Restin af innviðum er nú þegar í bílnum — mótorinn, til dæmis.
Við höfum ekki ákveðið neitt enn þá, en möguleikinn er fyrir hendi,“ bætti Guldner við.
Burtséð frá því hvort vetnisrafmagngerð, „Neue Klasse“ nær framleiðslu, bindur Guldner miklar vonir við tæknina.
„Þetta er mest spennandi verkefni sem ég hef unnið að á 25 árum mínum hjá BMW og ég unnið að mörgum spennandi hlutum,“ segir hann og brosir.

(frétt á vef Autoblog og Auto Motor und Sport)