Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:31
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Bentley skannaði alla 630 hluta „blásarans“ frá 1929 til að endursmíða bílinn

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
21/04/2020
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 4 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Bentley skannaði alla 630 hluta „blásarans“ frá 1929 til að endursmíða bílinn

Bentley skannaði alla 630 hluta „Blower Bentley“ frá árinu 1929 til að endursmíða bílinn. Myndir: Bentley.

Í september síðastliðnum tilkynnti Bentley að verksmiðjan myndi endursmíða 12 eintök af frægasta kappakstursbíl þeirra, 4 1/2 lítra „Blower Bentley“ frá 1929. Þessar áætlanir náðu þeim tímamótum í vikunni þegar verkfræðingar kláruðu í núverandi kreppu vegna Covid-19 að ganga frá CAD-teikningum af öllum hlutum í upprunalega „blásaranum“, en svo hefur þessi kappakstursbíll ávallt verið kallaður því nafni vegna gríðarstórrar forþjöppunnar sem var framan á vélinni og stendur í raun fram úr framendanum.

Þessi gamli bíll frá Bentley var tekinn í sundur vandlega og síðan búinn til aftur í stafræna heiminum með blöndu af nákvæmri leysiskönnun og flókinni handmælingu. Tölvuteikningin samanstendur af 630 íhlutum í yfir 70 samsetningum.

Tók 1200 vinnustundir að skanna allt saman

Frá upphafi til enda tók það 1200 vinnustundir fyrir tvo CAD-verkfræðinga að ljúka við að búa til gögnin úr skannagögnum og mælingum og niðurstaðan er sú að nákvæmt og fullkomið stafrænt líkan fyrir Bentley frá 1929 er nú til í fyrsta skipti.

Heil bíll endaði aðeins með því að verða 630 íhlutir! Gróft mat: Hversu marga hluti heldurðu að nútíma bíll hafi? Toyota segir „um 30.000“. En þessi nánast handfylli af íhlutum er allt sem þú þarft að hafa til að búa til kappakstursbílinn.
Verkfræðingar náðu að ljúka CAD verkinu að heiman á meðan þeir voru háðir fjarlægðarreglum og útgöngubanni

En þessir tólf bílar sem Bentley ætlar að smíða eru allir þegar fráteknir!

Framhald upphaflegra hluta

Á heimasíðu Bentley kemur fram að bíllinn verði beint framhald af „blásaranum“ og munu allir nýju bílarnir í „Continuation Series“ vera með fjögurra strokka, 16 ventla vélar með ál sveifarás með steypujárnsfóðruðum stokkum og heilu steypujárnsheddi. Forþjappan verður nákvæm eftirlíking af Amherst Villiers Mk IV forþjöppu og mun hjálp 4398 cc vélinni að búa til 240 hestöfl @ 4.200 snúninga á mínútu. Uppbygging bílsins verður á pressaðri stálgrind með hálf sporöskjulaga blaðfjöðrun með afritum af Bentley & Draper dempurum. Endurgerð á Bentley-Perrot 40 cm vélrænum skálahemlum og stýrismaskína upp á gamla mátann með snigli og sektorami sér u að halda stefnunni.

Það tekur sérsmíðadeild Bentley, Mulliner, um það bil tveggja ára vinnu að klára bílana 12. Verð mun enn liggja fyrir.

Náði aldrei að sigra í kappakstri

„Blásarinn“ er þjóðsagnakenndur kappakstursbíll, þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina keppni sem hann tók þátt í!. Hann var gríðarstór og öflugur, með tilhneigingu til að undirstýra vegna forþjöppunar sem fest var á framendann en hann komst samt ótrúlega hratt.

Sir Tim Birkin.

Það er bíll breska ökuþórsins, Sir Tim Birkin, með skráningarnúmerið UU 5872, sem er notaður við endursmíðina.

Bíllinn keppti meðal annars á Le Mans 1930, en Bentley hætti þáttöku í kappakstri það ár og Rolls Roce keypti Bentley síðan árið eftir, þegar fyrirtækinu var lokað.

En þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina keppni eru „Blásararnir“ samt þjóðsagnakenndir fyrir kraftinn sem þeir höfðu þegar þeir voru að keppa. Nú eru þeir dæmi um gullöld kappaksturs, en Bentley blásarinn er einhver fágætasti og eftirsóttasti kappakstursbíllinn í heiminum fyrir seinni heimstyrjöldina. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þeim hjá Bentley gengur að „endursmíða“ bílinn eftir þessum tölvuteikningum – og hvað hvert eintak kemur til með að kosta!

Fyrri grein

Sniðug lausn fyrir þá sem eiga bíla sem eru ekki með leiðsögukerfi

Næsta grein

Fjögur þúsund klukkustundir

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Fjögur þúsund klukkustundir

Fjögur þúsund klukkustundir

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.