Arftaki Land Rover Defender

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Arftaki Land Rover Defender verður smíðaður í Slóvakíu

Land Rover deildi myndum af frumgerðum af Defender í felulitum á þriðjudaginn. Myndirnar voru teknar meðan á prófun stóð, en alls hefur bílunum verið ekið um 1,2 milljónir kílómetra hingað til, að sögn fyrirtækisins.

Jaguar Land Rover mun smíða arftaka hins vell þekkta Land Rover Defender í nýjum verksmiðjum sínum í Nitra í Slóvakíu, að því er fyrirtækið hefur staðfest.

Það hefur lengi verið orðrómur um að Defender verði smíðaður við hlið Land Rover Discovery-jeppans í verksmiðjunni í Nitra, sem opnaði á síðasta ári með 150.000 ökutækja afkastagetu á ári.

Engin dagsetning var gefin fyrir upphaf Defender framleiðslu, en JLR hefur áður sagt að jeppinn verði afhjúpaður síðar á þessu ári. Það þýðir að Defender framleiðslan er líklega að byrja á næsta ári.

Land Rover sýndi líka ljósmynd af bílnum í lengri gerðinni, sem staðfesti að bíllinn verður áfram nokkuð ferkantaður eins og sá gamli. Land Rover hætti framleiðslu á þessari útgáfu Defender í byrjun 2016 eftir 67 ára í framleiðslu.

Land Rover deildi einnig myndum af frumgerðum af Defender sem teknar voru við prófanir, sem hefur fram að þessu náð samtals 1,2 milljón kílómetrum í akstri, að sögn fyrirtækisins.

Myndirnar sýndu að Land Rover muni framleiða bæði langar og stuttar útgáfur bílsins, sem endurspeglar gerðir fyrri Defender. Hinn nýi Defender mun keppa við aðrar gerðir fullbúinna jeppa á borð við Jeep Wrangler, Toyota Land Cruiser og ódýrari útgáfur af Mercedes-Benz G-jeppans.

Land Rover hefur viðurkennt að það að skipta um tákn eins og Defender hefur verið erfitt. „Við vorum meðvitaðir um að framhald Defender væri ekki auðvelt“. Sérhver kynning á nýju ökutæki er erfið. En arftaki tákns á borð við gamla Defender stendur frammi fyrir óvenju háum þröskuldi“, sagði Ralf Speth, forstjóri JLR, við þýska systurútgáfu Automotive News Europe , Automobilwoche. Hann spáði því að mikil eftirspurn yrði eftir þessari gerð.

Land Rover segir að tæknimenn hafi farið með prufuflota af nýjum Defender í 50 gráður á Celsíus í hita eyðimerkur, 40 gráðu frost á Celsíus í kulda norðurskautsins og 10.000 feta (3.048 metra) hækkun í Klettafjöllunum í Colorado til að tryggja að bíllinn komist hvert sem er.

„Þrátt fyrir líkindi í útliti verðir hinn nýi Defebder ekki verða „copy paste“ sem uppfyllir allt sem sá gamli stóð fyrir“ segir Gerrard McGovern, hönnuður Land Rover, við Automotive News Europe árið 2017 með vísan til löggjafar varðandi útblástur og öryggi sem hjálpaði til við að drepa þann upprunalega. Hann sagði að hönnunin myndi í staðinn reyna að sýna hvernig Defender myndi líta út ef hann hefði fylgt eðlilegu sjö ára endurnýjunarferli. „Við verðum að búa til nýjan Defender fyrir nýja kynslóð“, sagði hann.

Ákvörðunin um að smíða arftakann utan heimamarkaðar Bretlands mun valda aðdáendum vonbrigðum sem vonuðu að framleiðslan gæti verið í sömu verksmiðjunni í Solihull á Mið-Englandi, sem smíðaði upprunalega bílinn.

JLR tilkynnti áform um að opna verksmiðjuna í Nitra byggt á arðsemi þess og þegar það var nauðsynlegt að auka framleiðslugetuna. Í dag hefur fyrirtækið of mikla afkastagetu þar sem dregið hefur úr eftirspurn í Kína, sem var stærsti markaður bílaframleiðandans.

JLR hefur næga alþjóðlegum getu til að smíða 901.000 bíla á ári, samkvæmt tölum sínum, en sala árið 2018 minnkaði um 4 prósent niður í í 518.730 bíla.

?

?

Svipaðar greinar