Þriðjudagur, 19. ágúst, 2025 @ 16:55
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

7 sæta rafdrifinn Benz EQB væntanlegur

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
16/11/2021
Flokkar: Bílaframleiðsla
Lestími: 5 mín.
266 20
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Mercedes-Benz EQB með 7 sæta valkosti, bætist í EQ-rafbílaflokkinn og verður frumsýndur á næsta ári

Byggður á GLB og er fjórhjóladrifinn: Meðal keppinauta eru bílar frá Volvo, Audi og Genesis

Mercedes-Benz hefur kynnt helstu upplýsingar um EQB, rafknúinn sportjeppa með möguleika á sjö sætum. Bíllinn verður frumsýndur í Evrópu snemma á næsta ári.

EQB – í raun rafknúin útgafa af GLB með brunavél – sem var frumsýndur á bílasýningunni í Shanghai í apríl. Hann er hluti af EQ rafbílalínunni frá Mercedes en aðrir bílar hennar eru EQA crossover, EQS eðalvagninn (sem kom á markað á þessu ári), stóri fólksbíllinn EQE og svo EQC sem er bíll í millistærðarflokki.

Mercedes EQB er með annan framenda en GLB, þaðan sem rafknúni jeppinn er fenginn.

Mercedes hefur ekki gefið upp verð fyrir EQB. Grunnverð GLB er um 40.000 evrur í Þýskalandi, en AMG gerð bílsins, sem er fjórhjóladrifin, er á 57.000 evrur.

Grunngerð EQB er með fimm sætum, en þriða sætaröðin er valkostur. Hún er ætluð minni farþegum (allt að 165 cm), segir Mercedes. Önnur sætaröðin getur einnig færst fram um allt að 140 mm til að skapa meira rými fyrir farþega í þriðju sætaröðinni.

Mercedes segir að sjö sæta valkosturinn muni gefa EQB forskot meðal sportjeppanna í þessum stærðarflokki. GLB hefur einnig valfrjálsa þriðju sætaröð.

Jafnvel þótt flestir GLB kaupendur noti sjaldan þriðju röðina „eru sjö sæti eitthvað mjög sérstakt í þessum flokki,“ sagði Marius Philipp, vörustjóri minni bíla hjá Mercedes, í fréttatilkynningu á mánudag.

Innréttingin, með tveimur 10,5 tommu skjáum, er næstum eins og í GLB, en efnisval er ólíkt.

Volvo, Audi og Genesis eru keppinautarnir

Meðal hugsanlegra keppinauta má nefna Volvo XC40 Recharge, Audi Q4 e-tron, Genesis GV60 og jafnvel Volkswagen ID4. BMW ætlar að setja iX1, útgáfu af X1, á markað á næsta ári, samkvæmt fréttum.

EQB er með annað útlit að framan og aftan en GLB. Án útblástursrörs er afturendinn mjórri og inniheldur númeraplötuna, sem er rétt fyrir neðan afturrúðuna á GLB. EQB-bíllinn er með ljósastiku í fullri breidd frekar en aðskilin afturljós.

Að aftan er númeraplatan nú innbyggð í stuðarann og ljósastika er í fullri breidd.

Framendinn er loftaflfræðilegri, aðalljós og grill eru samtengd í eina einingu og neðri loftinntökin eru stærri en á GLB. Felgurnar eru líka með loftaflfræðilegri hönnun.

Munurinn á innréttingunni er ekki mikill, þá með nokkru af nýju efnisvali, þar á meðal rósagulli á loftopum.

Tvær gerðir – báðar með fjórhjóladrifi

Í fyrstu verður boðið upp á tvær gerðir, báðar með fjórhjóladrifi: EQB 300 4MATIC, sem skilar 225 hö (168 kílóvöttum) og 390 Nm; og EQB 350 4MATIC, með 288 hö (215 kW) og 520 Nm. Aðaldrifmótorinn er að framan, með rafdrifnum öxlum sem knýja afturhjólin þegar þörf krefur.

EQB 300 fer úr 0-100 km/klst á 8 sekúndum, en EQB 350 tekur 6,2 sekúndur að ná 100 km/klst. Mercedes segir að drægni samkvæmt WLTP-ferli sé 419 km fyrir báðar gerðir.

Stemmningslýsingin er skemmtileg að kvöldlagi og má velja um fjölda lita.

Báðir eru með 66,5 kílóvattstunda rafhlöðu, en með gerðum með lengri drægni fyrirhugaðar. Hleðslutími frá 10 prósent til 80 prósent á 100 kW stöð er 32 mínútur, segir Mercedes. Framtíðarframboðið mun samanstanda af fjórum  framhjóladrifnum gerðum.

Það eru fjórar orkuendurnýtingarstillingar sem hægt er að stjórna með flipum á stýrinu. Að auki gefur innbyggður „akstursaðstoð“ sem kallast ECO Assist, ráð um hvernig auka megi drægni.

Mercedes býður kaupendum upp á ókeypis hleðsluár á stöðvum í Mercedes Me netinu, sem nær yfir 250.000 almenningsstöðvar í Evrópu.

EQB er fyrsti rafbíllinn sem smíðaður er í verksmiðju Mercedes í Kecskemet í Ungverjalandi, eftir fjárfestingu upp á meira en 100 milljónir evra þar. Bíllinn verður einnig smíðaður í Beijing fyrir kínverska markaðinn.

(Frétt á Automotive News Europe – myndir frá Mercedes)

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Verður þriðja verksmiðja Volvo í Evrópu?

Næsta grein

Svona getur rafbíllinn Benz EQS hljómað

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Nýr rafknúinn Nissan Micra

Höf: Jóhannes Reykdal
18/08/2025
0

Nissan mun miða „glæsilegri“ rafknúinn Micra að kvenkyns kaupendum PARÍS — Nissan gaf teyminu sem var að hanna nýja rafknúna...

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

Höf: Jóhannes Reykdal
05/08/2025
0

Skuggmynd minnir okkur á að Skoda stefnir að því að sigra markaðinn fyrir rafknúna stationbíla Skoda hefur verið að framleiða...

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Honda Civic hefur fengið nýtt útlit

Höf: Jóhannes Reykdal
04/08/2025
0

Með nýrri uppfærslu á Honda Civic er kynnt nýtt útlit fyrir 11. kynslóð gerðarinnar Nýi Prelude fra Honda kemur fram...

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Honda N-ONE e – Lítill rafbíll með mikinn persónuleika

Höf: Jóhannes Reykdal
02/08/2025
0

Það er stundum gaman að fylgjast með hvernig „smábílamarkaðurinn“ í Japan þróast.   Peter Johnson hjá electrek-vefnum var að fjalla um...

Næsta grein
Mazda CX-50 kemur 2023

Mazda CX-50 kemur 2023

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Volkswagen ID.Buzz GTX – fortíðin mætir nútímanum

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr rafknúinn Nissan Micra

18/08/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Skoda Octavia Electric er forsýndur með Vision O hugmyndabílnum

05/08/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.