2021 árgerð Hyundai Santa Fe fær nýtt útlit

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

2021 árgerð Hyundai Santa Fe fær nýtt útlit

Þrátt fyrri mikla stöðvun í bílaheiminum að undaförnu eru þó farnar að berast fréttir af nýjungum sem eru á döfinni.

Þar á meðal berast fréttir af því að Hyundai er að fara koma með nýtt útlit á einum af sínum vinsælustu bílum – Santa Fe.

Á dögunum birtist skuggamynd sem forsýnir uppfærðan Hyundai Santa Fe árgerð 2021, en að vísu aðein bara framendann – sem boðar miklar breytingar..

Lykillinn á breytingunum er nýtt grill á Hyundai sem markar fyrsta stóra skrefið frá hönnuninni sem hefur þróast undanfarinn áratug – alveg til breiðs útlits nýju Sonata fólksbifreiðar, nýja i30 (áður Elantra ) og andlitslyftingunni á i30.

Í nýrri gerð sinni nær Hyundai grillgrindin yfir framendann á Santa Fe og er aðeins dregið saman á hvorum enda til að renna saman við umbúnað aðaljósanna.

Á myndum sem birtust mátti sjá tvær útgáfur af glans svörtu á grillinu eru sýndar, önnur skilgreind sem sportlegri.

Annað nýtt eru dagljósin á Santa Fe árgerð 2021, lýst sem „T“ löguðum.

Þessari nýju lýsingu er lýst sem hún endurspegli „nýja samþætta útlitshönnun Hyundai“ og bendir til þess að við ættum að búast við því að sjá svipað birtast á framtíðar gerðum og andlitslyftingum, að mati bílavefsins caradvice, svo dæmi sé tekið.

Engin önnur sjónarhorn hafa komið fram enn þá, þó Hyundai segist búast við „uppfærslum á innanhússhönnun sem eru fallegar og veita þægindi“.

Einnig eru óljósar upplýsingar um vélræna pakkann í Santa Fe, en það skýrist örugglega fljótlega.

Eins og með nýja Sorento , þá mun þetta bjóða upp á nýjar blendingsútgáfur og tengitvinngerðir rafbíla.

Miðað við fréttir á bílavefsíðum mun nýja útlitið Santa Fe mun koma á markað í Evrópu frá september og bendir til að við gætum séð bílinn afhjúpaðann hvenær sem er á næstu mánuðum.

Svipaðar greinar