VW og Microsoft sameinast í þróun hugbúnaðar

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

VW og Microsoft sameinast í þróun hugbúnaðar fyrir sjálfkeyrandi bíla

FRANKFURT – Volkswagen Group og Microsoft eru að víkka út samstarf sitt með skýjatækni bandaríska hugbúnaðarrisans til að vinna að hraðari þróun á sjálfvirkum akstri.

Ný hugbúnaðardeild VW mun byggja grunn í skýi með Microsoft sem mun hjálpa til við að einfalda þróunarferli og leyfa hraðari aðlögun að bílaflota VW, sagði bílaframleiðandinn í yfirlýsingu á fimmtudag.

Samstarfið mun gera það mun auðveldara að dreifa hugbúnaðaruppfærslum til að bæta við nýjum eiginleikum í bíla, en sú virkni stuðlaði að því að aðgreina Tesla frá mörgum keppinautum.

Samningurinn þýðir að bílar sem eru seldir með nokkrum aðgerðum til aðstoðar við ökumenn í dag gætu bætt við nýjum möguleikum í tímans rás sem færa þá nær sjálfstæðri akstri, sagði Scott Guthrie, framkvæmdastjóri skýja og gervigreindar hjá Microsoft.

Tæknihópur VW sem vinnur að þróun tækni í skýi, með aðsetur í Seattle, hefur gert kleift að skiptast á gögnum milli ökutækjanna og skýsins í með þjónustu Azure edge.

“Símarnir okkar fyrir 15 eða 20 árum, þegar þú keyptir hann, breyttist hann nokkurn veginn aldrei.

Nú, við reiknuðum með því að í hverri viku eða á nokkurra daga fresti, að hljóðlega væru að bætast við nýir eiginleikar,” sagði Guthrie við Reuters í viðtali. „Sá hæfileiki að geta forritað ökutækið með betri hætti og á öruggan hátt umbreytir því hvernig upplifunin virkar.“

VW Group, sem á vörumerki eins og Audi og Porsche, vinnur að sjálfkeyrandi bílum til framtíðar og aðgerðum vegna aðstoðar við ökumenn eins og skriðstilli með aðlögun í núverandi ökutækjum. En vörumerki hópsins höfðu verið að þróa þessa eiginleika sjálfstætt.

Á síðasta ári sameinaði VW hluta af þessum þróunarviðleitni í dótturfyrirtæki sem kallast Car.Software til að samræma betur á milli vörumerkja sinna, þar sem hvert vörumerki sér um eigin vinnu í kringum útlit og upplifun hugbúnaðarins á meðan unnið er að kjarnaöryggisaðgerðum eins og að greina hindranir.

Samningurinn, sem tilkynntur var á fimmtudag, mun setja vörumerki VW Group á sameiginlega skýjaveitu, sagði Dirk Hilgenberg, yfirmaður Car.Software.

„Þráðlausar uppfærslur eru í fyrirrúmi,“ sagði Hilgenberg. „Þessi virkni þarf að vera til staðar. Ef þú getur ekki gert það, taparðu”.

Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig Volkswagen sér fyrir sæer þetta samstarf. Einn stafrænn grunnur sem skiptist í „grunn tækja“ og „þjónustugrunn“. Tækjagrunnurinn sér um að uppfæra alla bíla stöðugt og þráðlaust, en þjónustugrunnurinn gefur viðskiptavinum möguleika á að tengjast þjónustu um „Volkswagen We“.

VW hefur gert fjárhagsáætlun sem hljómar upp á um 27 milljarða evra í fjárfestingu í stafrænni starfsemi fyrir árið 2025 og ætlar að auka hlutdeild hugbúnaðar sem fyrirtækið þróar innanhúss í 60 prósent úr 10 prósentu.

VW gerði fyrst samning við Microsoft árið 2018 um „bílaský“ til að tengja saman framtíðarbíla og mun senda fyrstu prófunarflota af stað síðar á þessu ári.

Verkfræðihópur VW á sviði tækni í bílum, með aðsetur í Seattle, hefur gert kleift að skiptast á gögnum milli ökutækjanna og skýsins í gegnum Azure edge þjónustu. Hugbúnaðurinn er ætlaður til notkunar í framleiðslubílum VW frá og með 2022.

Microsoft bætti við sig öðrum samstarfsaðila á sviði bíla fyrr á þessu ári með því að sameina krafta sína og fjárfesta í „General Motors Cruise“. Það keppir um tilboð við Amazon sem vinnur með VW að iðnaðarskýi sem mun tengja saman verksmiðjur bílaframleiðandans.

(Bloomberg og Reuters ásamt Automotive News Europe)

Svipaðar greinar