Tesla hraðhleðsla allan hringinn

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Hraðhleðslustöðvar Tesla ná nú yfir allan hringveginn

Eftir nýlega opnun tveggja nýrra hraðhleðslustöðva nær hleðslunet Tesla yfir allan hringveginn, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Tesla.

Fyrr í haust opnaði Tesla hraðhleðslustöðvar á Höfn og Akureyri. Með þessum stöðvum er alltaf innan við 300 kílómetrar á milli hleðslustöðva og veitir næga drægni til að aka á rafmagninu allan hringinn.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Tesla sjái mikla eftirspurn frá íslenskum viðskiptavinum sem vilja skipta yfir í rafbíl. Model 3 og Model Y eru báðir á meðal fimm mest seldu bíla á Íslandi það sem af er ári, samkvæmt opinberum skráningargögnum.

Áætlað er að nýjar pantanir af öllum afbrigðum af Model 3 og Model Y Long Range verði afhentar fyrir lok ársins 2021.

Svipaðar greinar