Laugardagur, 11. október, 2025 @ 10:28
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hvernig datt mönnum þetta í hug?

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
07/11/2022
Flokkar: Tækni
Lestími: 7 mín.
277 18
0
141
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Svolítið um kúlulegur

Öll þekkjum við kúlulegur, þær eru allt í kring um okkur, þær eru í reiðhjólunum okkar, bílum og fullt af tækjum sem eru með snúningsöxla. En hvernig eru þær gerðar og hver er uppruni þeirra?

Í fyrsta lagi smá sögustund.

2600 árum fyrir Krist notuðu menn viðarsívalninga til að flytja stóra steina sem voru notaðir til að byggja pýramídana og þar virkuðu sívalningarnir eins og kúlulegur gerðu síðar.

Elsta dæmið hins vegar um kúlulegur er viðarkúlulegur sem fundust í leifum rómversks skips í Nemivatni á Ítalíu. Flakið er talið vera frá 40 árum f.Kr.

Rúmlega einu og hálfu árþúsundi síðar bjó Leonardo da Vinci til teikningar af kúlulegum fyrir vagnöxla í kringum árið 1500.
Kúlulega Leonardo da Vinci á safni um verk hans á Ítalíu.
Fyrsta nútímalega skráða einkaleyfið á kúlulegum var veitt Philip Vaughan, breskum uppfinningamanni og járnsmið sem bjó til fyrstu hönnunina fyrir kúlulegu í Carmarthen í Wales árið 1794. Kúlulegan hans var fyrsta nútímahönnun kúlulegu, þar sem kúlan rann eftir gróp á öxlinum.

Hraðspólum áfram um öld eða meira, og fyrsta stóra þróun á kúlulegu í nútíma iðnaði fékk einkaleyfi 6. júní 1907 af uppfinningamanni, Sven Wingquist, fyrsta framkvæmdastjóra Aktiebolaget Svenska Kullagerfabriken (fyrirtæki sem við þekkjum nú sem SKF).

Þetta var tveggja raða „sjálfstillandi“ kúlulega, grunnhönnun sem SKF hefur haldið áfram að þróa til dagsins í dag.

Á næstu árum, frá bækistöð sinni í Gautaborg, kynnti SKF þessa nýstárlegu hönnun á kúlulegum á alþjóðavettvangi, opnaði útibú í Þýskalandi og Frakklandi og kom sér upp umboðsmönnum, fyrst í Finnlandi, Sviss, Belgíu, Danmörku, Austurríki og Ástralíu.

Umboðsmenn í mörgum fleiri löndum áttu eftir að fylgja, þar á meðal á Íslandi þar sem skrifari Bílabloggs man eftir mörgum ferðum til að kaupa legur í þá bíla sem hann átti

Sven Wingquist og grunnhönnun kúlulegu hans frá árinu 1907.

En hvað er kúlulega?

Hvað er kúlulaga? Síðan þá hefur kúlulegutækni fleygt fram, með áframhaldandi rannsóknum og þróun fyrirtækja eins og SKF.

En áður en við skoðum mörg mismunandi nútímaleg afbrigði og samsetningar rúmfræði legu og byggingarefna, skulum við taka smá stund til að skilgreina nákvæmlega hvað kúlulega er, vélrænni grunnbygging hennar og kraftana sem verka á leguna þegar hún er í notkun.

Í grunnformi þeirra eru kúlulegur samsetning fjögurra hluta: stór ytri hringur, minni innri hringur, kúlurnar, passlega stórar þannig að þær geti snúist létt á milli og komast í snertingu við brautir í hringjunum og stýringar, tilgangur þeirra er að halda kúlunum á sínum stað og koma í veg fyrir að þær snerti hverja aðra.

Breytingar á þessari grunnhönnun hafa leitt til fjölda sérstakra gerða af kúlulegum sem eru hannaðr til að mæta sérstökum notkunarþörfum.

Megintilgangur kúlulaga er að draga úr núningi í snúningsöxli – til dæmis á milli fasts öxuls og íhluta (eins og hjóls) sem snýst um þann öxul. Því nákvæmari sem innri rúmfræði legunnar er, því minni verður núningurinn.

Núningur verður einnig fyrir áhrifum af snúningshraða, smurningu, álagi og öðrum þáttum.

Smurning á legunni er mjög mikilvægt efni og viðfangsefni út af fyrir sig.

Grunnkúlulegur þola bæði hliðar- og öxulálag, en þar sem snertipunkturinn við kúlurnar og brautirnar er mjög lítill skapast töluverður þrýstingur, þannig að álag verður að takmarka til að forðast skemmdir á kúlunum og brautum.

Kúlulegur henta því betur til notkunar með minna álagi. Önnur hönnun á legum, „rúllulegum“, tekur betur á meira álagi.

Útreikningur á álagi fyrir tiltekna notkun og notkunarskilyrði er mikilvægt skref, þar sem rangt mat á álagi er líklegt til að leiða til ótímabærar bilunar í legu. Það getur verið flókið verkefni að velja rétta gerð og stærð kúlulegu.

Til viðbótar við álagið sem þær eru háðar, geta verið aðrar breytur sem þarf að hafa í huga, svo sem hátt eða lágt öfgahitastig, smurefnisgerð, nærvera ætandi efna og jafnvel rafstrauma sem geta valdið skemmdum á brautunum í legunni.

Nútíma gerðir af kúlulegum

Við skulum nú kíkja á nútíma uppsetningar á kúlulegum og hvernig tiltekin rúmfræði þeirra og efni uppfylla kröfur mismunandi notkunar og vinnuumhverfis.

Kúlulega með einni djúpri gróp.
Kúlulega með einni gróp og stýringu úr kopar.

Kúlulegur með einni röð af kúlum í djúpri gróp eru einfaldasta og fjölhæfasta af öllum hönnunum á kúlulegum og því hafa þessar legur tilhneigingu til að vera mest notaða gerðin.

Þær eru hentugar fyrir háhraða og mjög háhraða notkun, og eru öflugar í notkun, þurfa lítið viðhald.

Þessi legugerð hefur djúpa óslitna gróp sem er með nána snertingu við kúlurnar (hámarkssnerting milli bogadregnu yfirborðanna), sem gerir þeim kleift að taka á móti álagi inni í legunni, álagi frá öxlinum og samsetningum beggja.

Afbrigði af svona legum eru mörg, sem samanstanda af keramikkúlum og stálbrautum en fjölliða legur eru fyrir notkun sem er háð snertingu við ætandi efni.

Tvöföld sjálfstillandi kúlulega með stýringum úr gerviefni (pólýamíð).

Tvöfaldar og sjálfstillandi legur

Með mjög svipaða eiginleika og eins raða útgáfur, eru þetta í meginatriðum samsett fyrirkomulag af djúpri gróp-gerðinni, þar sem einn hringur sameinar tvær legubrautir.

Þær eru hentugar til notkunar þar sem þörf er á mikilli burðargetu, sem burðargeta einnar legu gæti ekki verið nægjanleg.

Með sama miðjugati og ytra þvermál eru tvöfaldar legur, samkvæmt hönnun, aðeins breiðari en einraða legur, en hafa töluvert meiri burðargetu.

Tvöföld sjálfstillandi lega.

Legugerðin sem setti SKF í fararbroddi nútímalegrar hönnunar og þróunar fyrir meira en hundrað árum síðan, nútíma sjálfstillandi legan er með tvær raðir af kúlum sem liggja í tveimur innri hlaupbrautarrópum og sameiginlegri innri kúlulaga hlaupbraut í ytri hringnum.

Þessi nýstárlega hönnun gerir legunum kleift að taka við hliðarálagi (hornröskun – öxull miðað við húsið) upp að hámarki þrjár gráður.

Venjulega eru sjálfstillandi kúlulegur kjörinn kostur fyrir létta- til miðlungs-hleðslu, til dæmis á færiböndum, þar sem þær taka vel við mismunandi álagi vel með lágmarks núningi, sem gerir meiri hraða færibands mögulegan og lengri endingartíma legu.

Rúllulegur

En í tímans rás komu fram aðrar gerðir af legum til að uppfylla aðrar þarfir, þar á meðal „rúllulegur“, þar sem álagið inni í legunni er borið af rúllum í stað þess að legan sé með kúlum. Legubakkinn er hallandi og sama á við um rúlluhaldarann.

Svona legur er mikið notaðar a öxlum bíla og tækja og þar er burðargeta legunnar stillt með því að herða þær saman þannig að legan sé að snúast nógu léttilega. Rúllulegur geta borið mun meiri þunga en hefðbundnar kúlulegur.

Fyrri grein

Af hverju var hann kallaður Falcon?

Næsta grein

Nef Nissan

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Nef Nissan

Nef Nissan

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Smart #5 – Nýr kafli í sögu Smart: hann er ekki lengur lítill

11/10/2025
Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.