Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 21:48
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Endurnýjunarhemlun í rafbíl: Hvað er það og hvernig virkar það?

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
25/10/2021
Flokkar: Tækni
Lestími: 5 mín.
279 9
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Endurnýjunarhemlun í rafbíl: Hvað er það og hvernig virkar það?

  • Endurnýjunarhemlun breytir hreyfiorku bílsins í rafmagn til að hlaða rafhlöðuna og auka skilvirkni og nýtingu orkunnar

Rafbílar sem eru með rafhlöðu við hliðina á hefðbundinni brunavél, en þarfnast þess ekki að bílnum sé stungið í samband milli ökuferða, eru góður kostur fyrir þá sem hafa ekki aðstæður til að stinga í samband, en vilja samt nýta sér kosti rafbíls til að lækka rekstrarkostnaðinn – og samhliða að minnka kolefnisfótsporið.

Eftir að við sögðum frá reynsluakstri á nýjum Toyota Yaris Hybrid á dögunum þá hafa borist nokkrar spurningar um þessa tækni og því liggur beinast við að koma með framhald.

Endurnýjunarhemlun er leið til að taka orkuna sem verður til við að hægja á bíl og nota hana til að endurhlaða rafhlöður bílsins.

Ha? Endurnýjunarhemlun!

Ef þú hefur áhuga á að kaupa raf- eða tvinnbíl gætirðu heyrt minnst á endurnýjunarhemlun. En hvað þýðir þetta hugtak og hvernig er að aka bíl með þessu kerfi? Við skulum skoða málið frekar.

Þegar stigið er á hemlafótstig í bensín- eða dísilbíl ýtir hemlavökvinn bremsuklossa á bremsudiska á hverju hjóli (eða tromlur í eldri og ódýrari gerðum). Núningurinn sem myndast vinnur að því að hægja á bílnum, myndar hita og slítur á efninu í púðunum og diskunum í því ferli.

Endurnýjunarhemlun er leið til að taka orkuna sem verður til við að hægja á bíl og nota hana til að endurhlaða rafhlöður bílsins. Í venjulegum bíl eyðir hemlun einfaldlega orku – en við endurnýjunarhemlun er hægt að endurnýta hluta orkunnar.

Endurnýjunarhemlakerfi eru algeng í mörgum nútímabílum. Í bensín- og dísilbílum er þetta notað til að hlaða rafhlöðuna sem keyrir ýmis aukakerfi í bílnum; sem þýðir minna álag á vélina og minni eldsneytiseyðslu. Í þessum bílum er kerfið nánast ómerkjanlegt fyrir ökumanninn en í tvinnbílum og hreinum rafbílum hefur endurnýjunarhemlun virkara og augljósara hlutverk.

Þegar þú lyftir fætinum af bensíngjöfinni og stígur á bremsuna skiptir mótorinn um snúningsátt og byrjar að setja orku aftur í rafgeyminn.
Rafmótorinn í tvinnbílnum þínum eða rafbílnum keyrir í tvær áttir – annar til að keyra hjólin og hreyfa bílinn og hinn til að hlaða rafhlöðuna.

Í þessum gerðum getur endurnýjunarhemlun hjálpað til við að hlaða stærri rafhlöður sem eru notaðar til að aka bílnum.

Hvernig virkar endurnýjunarhemlun?

Rafmótorinn í tvinnbílnum þínum eða rafbílnum keyrir í tvær áttir – annar til að keyra hjólin og hreyfa bílinn og hinn til að hlaða rafhlöðuna. Þegar þú lyftir fætinum af bensíngjöfinni og stígur á bremsuna skiptir mótorinn um snúningsátt og byrjar að setja orku aftur í rafgeyminn.

Þegar þetta ferli byrjar finnur ökumaðurinn fyrir því að bíllinn byrjar að hægja á sér. Það er mismunandi tilfinning í hverjum bíl sem hefur þessa aðgerð, því framleiðendur geta forritað hversu mikil endurnýjunarhemlun verður þegar þú lyftir fætinum af inngjöfinni eða stígur á hemlafótstigið.

Allir bílar eru enn með venjulega hemla, þannig að ef stigið er nógu fast á fótstigið þá mun vökvakerfi hemlanna stöðva bílinn fljótt (fer eftir hraðanum). Það er einnig mismunandi hve miklu afli þarf að beita á fótstigið til að fá hemlana til að taka á.

Virkaði vel í reynsluakstri

Í reynsluakstri á Opel Corsa e og síðan í framhaldinu á Toyota Yaris Hybrid gafst gott tækifæri til að prófa þetta, en þessi virkni í bílunum var hámörkuð með því að setja handfang sjálfskiptingarinnar í stillingu sem gerir þetta. Það var mjög sýnilegt á „orkumæli“ í mælaborði bílanna þegar hemlunin var farin að hlaða rafgeyminn, en fyrir bragðið var bíllinn „þunglamalegri“ í akstri, því hvert sinn sem fæti var lyft af inngjöfinni byrjaði bíllinn að „hemla“ og hægja á sér.

Mótor og rafhlöðubúnaður í Opel Astra e.

Það eru margir bílar með endurnýjunarhemlun og það finnst öllum svolítið öðruvísi að nota hana. Reyndar, í sumum rafbílum getur þú jafnvel sérsniðið hvernig hún virkar og lagað að eigin óskum.

Ef þú vilt uppskera eins mikla tapaða orku og mögulegt er, geturðu stillt hana á hámarksstillingu, eða ef þér líkar þetta ekki og vilt ekki að bíllinn hemli sjálfur getur þú slökkt á þessari virkni. Í sumum rafbílum kviknar á bremsuljósum bílsins ef bíllinn hægir hratt á sér, jafnvel þótt þú snertir ekki einu sinni fótstig hemlanna, því þarna er endurnýtingarvirknin að grípa inn í aksturinn.

Sumir bílar eru meira að segja með sjálfvirkan skriðstilli sem notar endurnýjun hemla. Fylgst er með bílnum fyrir framan með skynjara og hemlabúnaðurinn er notaður til að stilla ökuhraðann af við hraða þess bíls á veginum.

Þegar þú lyftir fótstigi „inngjafar“ alveg í mörgum rafbílum þá er tilfinningin eins og þú sért kominn með fótinn þétt á bremsuna. Þá er oft vísað til „eins fótstigs aksturs“, þar sem það eina sem þarf að gera er að nota hægri fótinn til hröðunar og hægja á, frekar en að færa hann á milli fótstigs hemla og inngjafar.

(byggt á hugmynd á vef Auto Express)

Fyrri grein

Nýr Renault Megane eVision kynntur

Næsta grein

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Rafbílar tæplega fimmtungur sölu í ESB

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.