Ending heddpakkninga
Nýlega birti Consumer Report (CR) skýrslu þar sem fjallað er um bíla sem líklegt er að skipta þurfi um heddpakkningu í, og hvaða bílar gætu komið í staðinn fyrir þá eins og sjá má hér.
Það er ekki víst að allir þessir bílar fyrirfinnist á Íslandi en CR eru Amerísk samtök. Eins vantar þá væntanlega í þetta bíla sem eru ekki seldir í Ameríku.

Stálþynnan á myndinni hér fyrir ofan er þéttingin á milli vélarblokkarinnar og strokkloksins. Á henni eru þéttingar í kringum göng fyrir kælivökva og olíu en líka í kringum strokkana. Þetta er góð hönnun sem getur enst hundruð þúsunda kílómetra ef viðhaldi er sinnt, réttir vökvar notaðir og vélin ofhitnar ekki. En þetta gildir greinilega ekki um alla bíla, jafnvel sum „fínu“ merkin eru með vélar sem „sprengja“ heddpakkningu löngu áður en ætla skyldi. Endingin er ekki nógu góð eins og CR hefur komist að.
Við á Bílabloggi höfum áður fjallað um að bílaframleiðendur eru að spara efni eða efniskostnað, hanna hluti upp á nýtt o.s.frv. sem getur endað með kostnaði fyrir bíleigendur og álitshnekki fyrir framleiðandann eins og sjá má hér. Þetta er dæmi um slíkt.
Hver borgar svo brúsann? Líklega ekki bílaframleiðendurnir.



