Laugardagur, 11. október, 2025 @ 11:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

BMW rafknúin „vespa“

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
12/07/2021
Flokkar: Tækni
Lestími: 4 mín.
275 12
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

BMW CE 04 rafknúin „vespa“ sýnd

  • Tilbúin til framleiðslu, fer í sölu á næsta ári
  • Hjólið mun hafa um 130 kílómetra drægni og 120 km hámarkshraða

BMW CE 04 rafmagnsmótorhjól eða með notagildi sem líkist hugsanlega frekar „vespu“ er komin í endanlegan framleiðslubúning.

Að sjálfsögðu er rétt að taka fram að hugtakið „vespa“ er hugverkavarin ítölsk hönnun, svo hér er þetta bara nefnt til samlíkingar.

BMW sýndi hugmyndina að CE 04 í fyrra en núna er komið í ljós að þetta stílhreina létta mótorhjól hefur breyst í alvöru framleiðsluútgáfu mótorhjóls.

BMW CE 04 kemst 130 kílómetra á einni hleðslu og hámarkshraðinn er sagður 130 km/klst. mynd: BMW.

Hönnunin er að mestu leyti svipuð því sem BMW sýndi áður. Útlit hjólsins og önnur smáatriði eru ekki alveg eins, en samt lítur það út eins og hugmyndin gerði. Það er af hinu góða, þar sem CE 04 rafmótorhjólið er ein af meira aðlaðandi hönnun mótorhjóls af þessum toga sem við höfum séð.

Þeir hjá BMW kunna greinilega alveg að hanna flott útlit á mótorhjólum.

BMW sendi frá sér ítarlegar tæknilýsingar til viðbótar fullt af myndum af hjólinu. Rafmótorinn sem er einn, situr lágt í grindinni, er 42 hestöfl og togið er 60 Nm. Það er nóg fyrir 120 km hámarkshraða, svo að þetta létta rafmótorhjól getur verið í stuttan tíma á þjóðvegi auk þess að vera flott innanbæjar.

Hröðun í 50 km/klst er sögð sláandi þar sem hjólið kemst á þann hraða á aðeins 2,6 sekúndum.

Að komast alla leið frá 0-100 km/klst tekur talsvert lengri tíma, sem BMW heldur fram að sé hægt að gera á 9,2 sekúndum.

Þetta rafknúna hjól er hannað til nota í borgarumferð, og þá getur verið gott að hafa góða geymslu fyrir hjálminn þegar hjólið er sett í stæði.
Góð geymsla er fyrir hjálminn undir sætinu.

8,9 kWh rafhlöðupakki gefur um 130 kílómetra áætlaða drægni á fullri hleðslu. BMW notar loftkælikerfi til að stjórna hitastigi rafhlöðunnar.

Hleðsla er hámark á stigi 2. BMW segir að ef þú notar 6,9 kW hleðslukapalinn sem þú getur fengið aukalega, geturðu fengið 0-100% hleðslu á 1 klukkustund og 40 mínútum. Dæmigerðar hleðsluaðstæður sem er um 20-80% hleðsla, sem BMW segir að taki aðeins 45 mínútur með sömu aðferð.

Aksurslagið hefur að sjálfsögðu talsvert að segja um orkunotkunina. Þú getur valið á milli aksturstillinga og fengið þannig svipaða upplifun sem fæst þegar verið er að keyra rafknúin ökutæki með endurnýjunarhemlun.

ABS er staðalbúnaður, en „ABS Pro“ er valfrjálst – Pro valkosturinn bætir við sjálfvirka hemlastýringu þegar hallað er í beygju.

ASC miðstýringarkerfi spólvarnar BMW kemur á CE 04. Það starfar á svipaðan hátt og á hjólum BMW með brunahreyfli. Valfrjálst „Dynamic Traction Control“ kerfi er aukabúnaður til viðbótar ASC sem hjálpar enn frekar hröðun í halla og beygju.

CE 04-hjólin koma með stórum 10,25 tommu HD skjá sem inniheldur leiðsögukerfi og snjallsímatengingu. Fullt af öðrum fínum búnaði er líka í boði.

Premium pakki bætir við áðurnefnd hemlunar-/spyrnukerfi, auk aðlagandi LED-framljósa, upphitað sætis og viðbótar „Dynamic“ akstursstilling fyrir betri hröðun. Hægt er að velja á milli Magellan Gray Metallic litar sem sést hét á myndunum og sem er aukabúnaður, en hvítt ytra þema er staðallitur.

Öflugur höggdeyfir að aftan tryggir mýkt í akstri.
Í stað hefðbundinnar keðju sem almennt er á mótorhjólum er það tennt gúmmíreim sem flytur aflið til afturhjólsins.

Samkvæmt Autoblog byrjar verðið á CE 04 á 11.795 dollurum ( um 1,5 millj. ISK) og BMW segir að það muni fara í sölu á fyrsta ársfjórðungi 2022.

(frétt á Autoblog – myndir frá BMW)

Fyrri grein

Sjaldgæfur Plymouth

Næsta grein

Playstation á hjólum?

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Hvaða bílaframleiðendur eru að koma aftur með gömlu góðu hnappana?

Höf: Pétur R. Pétursson
05/10/2025
0

Rannsóknir benda til þess að neytendur séu óánægðir með snertivirkni í stýri og snertiskjástýringar. En það er allt að breytast....

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

2026 Volvo EX90 fær hraðari hleðslu og snjallari öryggistækni

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Volvo hefur opnað pantanabækurnar fyrir 2026 árgerðina af EX90. Flaggskip rafjeppa vörumerkisins fær nokkrar lykiluppfærslur fyrir nýju árgerðina. Þökk sé...

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Porsche afhjúpar 2026 Cayenne með fljótandi bogadreginn skjá

Höf: Pétur R. Pétursson
01/10/2025
0

Porsche gefur okkur fyrstu innsýn í væntanlegan Cayenne Electric, sem verður formlega frumsýndur í lok þessa árs. Alrafknúni jeppinn mun...

Næsta grein
Playstation á hjólum?

Playstation á hjólum?

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Smart #5 – Nýr kafli í sögu Smart: hann er ekki lengur lítill

11/10/2025
Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.