Þvílík tilþrif í íslenska rallinu

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Þvílík tilþrif í íslenska rallinu

Það er kannski óvenjulegt að skrifa um keppni sem maður tók sjálfur þátt í. En það er í lagi þar sem undirrituð vann ekki rallið. Sem hefði nú verið gaman en það er önnur saga! Íslenskt akstursíþróttafólk er framúrskarandi og hér er það til umfjöllunar.

Orkurall AIFS fór fram dagana 10. og 11. júní á Suðurnesjum. Það er alveg með eindæmum gaman að sjá og finna hversu samheldinn hópurinn er í rallinu, þó svo að vissulega sé þetta keppni. Keppendur, skipuleggjendur og allt starfsfólk í kringum svona keppni – hver einn og einasti er mikilvægur liður í gangverki. En já, afsakið öll! Gleymdi mér aðeins.

Steinninn stóri

Þau Daníel og Ásta Sigurðarbörn unnu keppnina á ofur–Skoda. Þessi bíll er magnaður eins og áhöfnin og einn „steinn“ var nú ekki nóg til að stoppa ferðina þó svo að aðeins hafi séð á bílnum eftir snertinguna við grjótið.

Daníel og Ásta „fyrir grjót“. Skjáskot/Jakob C./YouTube
Hér er mynd af grjótinu. Ljósmynd/Garðar Gunnarsson/AIFS

Það þarf nú eitthvað meira en „steinvölu“ til að stoppa þessa áhöfn. Í öðru sæti voru þau Sigurður Arnar Pálsson og Bergþóra Káradóttir á MMC Lancer EVO V og sýndu þau virkilega flotta takta og tilþrif.  

Sigurður Arnar Pálsson og Bergþóra Káradóttir á Djúpavatnsleið.
Gedas Karpavicius og Arturas Arcisauskas. Ljósmynd/Malín Brand

Þeir Gedas Karpavicius og Arturas Arcisauskas á Subaru Impreza voru í þriðja sæti eftir hreint út sagt magnaðan akstur! Án þess að einni áhöfn sé gert hærra undir höfði en annarri þá má samt alveg taka fram að framfarirnar sem þeir hafa tekið í sportinu á síðustu árum eru ótrúlegar og var virkilega gaman að sjá þá komast á verðlaunapall eftir þessa góðu keppni.

Sindri Jón Grétarsson og Svavar Smárason. Sprungið dekk að framan, vinstra megin, bjó til ákveðið mynstur í grjótdrífunni. Ljósmynd/Malín Brand

Hér má sjá úrslitin í heild og er best að ég fjalli ekkert um það sem að mér sjálfri snýr í rallinu en einhver er ástæðan fyrir því að forsíðumyndina (og fleiri) tók undirrituð. Það er ákveðin vísbending um eitthvað. En ekki orð um það meir!

Þessi bíll lauk keppni aðeins of snemma.

Hér fyrir neðan er brot af því besta frá Jakobi Cecil en nánar verður fjallað um rallið sem og Egilsstaðatorfæruna í þætti Braga Þórðarsonar, Mótorsport, á RÚV á laugardaginn.

Fleira nýtt og gott úr íslenskum akstursíþróttum:

Skemmtun á heimsmælikvarða

Allt getur gerst á Egilsstöðum

Forsíðumyndin er af þeim Vikari Sigurjónssyni og Hönnu Rún Ragnarsdóttur á Subaru Impreza.

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar