Sviptingar á síðustu stundu

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Ökumaðurinn Sebastian Vettel er með Covid-19 og ekur því ekki í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Nico Hulkenberg kemur í hans stað í keppninni sem fram fer í Bahrain nú um helgina.

Sebastian Vettel, ökumaður Aston Martin, og fjórfaldur heimsmeistari, reyndist jákvæður í Covid prófi. Frá þessu er greint á vefsíðunni F1.com.  

Sebastian Vettel í Abu Dhabi 2021. Mynd/Aston Martin

Ekki keppt síðan 2020

Nico Hulkenberg er varaökumaður liðsins en hann hefur ekki keppt í Formúlu 1 síðan árið 2020 í Eifel sem fram fór í Nürburgring í Nürburg í Þýskalandi. Þá kom hann inn í staðinn fyrir Lance Stroll, ökumann Racing Point.

Það var í þriðja skiptið það árið sem Hulkenberg kom inn í annars strað en hann kom í staðinn fyrir Sergio Perez tvær keppnishelgar á brautinni í Silverstone.

Aðrir keppendur virðast nokkuð brattir en Daniel Ricciardo  er allur að koma til eftir sín veikindi. Hann reyndist smitaður í síðustu viku en keppir ásamt liðsfélaga sínum Lando Norris fyrir McLaren í Bahrain.

Fleira óviðbúið í Formúlunni:

Óvænt endurkoma Kevins Magnussen

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Svipaðar greinar