Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 18:04
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Mika Häkkinen: Red Bull má vara sig

Malín Brand Höf: Malín Brand
18/11/2021
Flokkar: Mótorsport
Lestími: 3 mín.
281 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Snilligáfa Hamiltons kom berlega í ljós í Sao Paulo um liðna helgi, skrifar Mika Häkkinen fyrrum ökumaður í Formúlu 1 en hann er einn af þeim fjölmörgu sem rýnt hafa í atvikið sem átti sér stað í kappakstrinum á sunnudaginn.

Það er óþarfi að rekja atvikið (sem tengist Verstappen og Hamilton) enn eina ferðina en hér má lesa um það.

Finnann Mika Häkkinen þarf varla að kynna en svo því sé til haga haldið þá varð hann heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1998 og aftur árið 1999. Tvöfaldur heimsmeistari í sportinu hlýtur að vita nokkuð vel um hvað hann er að tala þegar mál á borð við þetta kemur upp.

Í gær skrifaði hann bloggfærslu þar sem hann kemur með nokkra góða punkta.

Red Bull ætti að hafa áhyggjur

Nú eru þrjár keppnir eftir á þessu tímabili og segir Häkkinen að eftir síðustu helgi (keppnina í Sao Paulo) hafi ótrúlega margt gerst sem gerir stöðu Red Bull „tvísýna“ ef svo má segja; Valtteri Bottas (Mercedes) vann sprettkeppnina á laugardeginum og svo var frammistaða Hamiltons í kappakstrinum stórkostleg.

Útlitið hefur því heldur betur breyst hvað Red Bull varðar, síðan eftir keppnina í Mexíkó, skrifar Häkkinen.

Leyfi ég mér að vísa beint í skrif hans: „Það er einmitt þetta sem er svo spennandi við keppnina í ár. Allt getur breyst frá einni helgi til þeirrar næstu, frá einni braut til annarrar; Red Bull virðist vera í yfirburðastöðu eina stundina en þá næstu er það Mercedes og svo snýst það aftur við.“

Gremjan er magnað eldsneyti

Häkkinen tekur því næst fyrir öll leiðindin og refsingarnar sem beinlínis rigndi yfir Hamilton og  Mercedes-liðið sl. helgi. Það hafi verið ótrúlega leiðinlegt, spælandi og hreinlega kjánalegt að fylgjast hvernig málin þróuðust.

„Það sem er svo áhugavert, í þessu öllu saman, er að mótlætið og refsingarnar höfðu öfug áhrif á Lewis og liðið. Ég held að allir hafi beint gremjunni og reiðinni í jákvæðan farveg. Í stað þess að draga úr þeim þá var þetta þeim þvert á móti hvatning. Og árangurinn lét ekki á sér standa.“

Finninn fljúgandi veit hvað hann syngur. Mynd/skjáskot/YouTube

„Sem ökumaður veit ég að besta aðferðin til að ná árangri er að nota það sem togast á innra með manni, sem eldsneyti. Það er tilgangslaust að leyfa einhverri tilfinningasemi að ráða för. Það er miklu betra að bíta á jaxlinn og gera bara enn betur.“

Þýðir ekkert að hræða Hamilton

Hvað atvikið á 48. hring snertir er Häkkinen nokkuð viss um að þar hafi kristallast hversu langt Max Verstappen er reiðubúinn að ganga. Verstappen sé nú á hátindi ferilsins, og sannarlega harðákveðinn í því að hafa Lewis Hamilton einhvers staðar fyrir aftan sig.

Häkkinen segir að Verstappen hafi tekið mikla áhættu með athæfinu og ef þarna hefði orðið árekstur sé ómögulegt að segja til um hvernig það hefði getað endað.

„Ég er alls ekki viss um að hægt sé að hræða Lewis eða draga úr honum kjarkinn. Þvert á móti hefur hann gaman af hvers kyns áskorunum og ef eitthvað er, þá gera þær hann bara enn einbeittari!“

Frábær keppni – ekki skemma hana

Segist Häkkinen að lokum alveg sannfærður um að mögnuð keppni sé framundan:

„Rétta leiðin til sigurs er að berjast af fullri hörku, en það þarf að gera af sanngirni, með glæsilegum framúrakstri og köflótta flaggið er það sem sker úr um hver sigrar. Þetta hefur verið svo frábært keppnistímabil og ég vil alls ekki að slys, refsingar eða úrskurðir dómnefnda ráði því hver stendur uppi sem sigurvegari.“

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Frábær árangur Gunnars Karls og Ísaks í rallinu

Næsta grein

Hindraði Verstappen framúrakstur Hamiltons viljandi?

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Ítalskur íhlutaframleiðandi bjargar Recaro Automotive

Höf: Jóhannes Reykdal
08/12/2024
0

Þýski bílstólaframleiðandinn fær fjárfestingu frá Proma Group, sem gerir framleiðslu kleift að hefjast að nýju Ítalski bílavarahlutaframleiðandinn Proma Group hefur...

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Átján ára stúlka vann Porsche meistaratitil

Höf: Pétur R. Pétursson
23/09/2024
0

Isabell Rustad hefur átt nánast fullkomið tímabil í Porsche Sprint Challenge Scandinavia. Um helgina á lokakeppninni á Mantorp Park fékk...

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Ford Mustang GTD verður frumsýndur í Evrópu á 24 stunda Le Mans

Höf: Jóhannes Reykdal
27/05/2024
0

Ford hefur verið að undirbúa nýja Mustang GTD til að gera hann að fullkomnum bíl til að bera „hestanafnið“. Áætlað...

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Audi Q8 e-tron breytt í öflugan rafdrifinn torfærubíl með nýrri Dakar útgáfu

Höf: Jóhannes Reykdal
06/01/2024
0

Audi tók Q8 e-tron og breytti honum í alrafmagnaðan torfærubíl. Audi Q8 e-tron Dakar- útgáfan er sérgerð fyrir ævintýramenn sem...

Næsta grein
Hindraði Verstappen framúrakstur Hamiltons viljandi?

Hindraði Verstappen framúrakstur Hamiltons viljandi?

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.