Hrekkjótt akstursíþróttafólk

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Besta akstursíþróttafólk heims kemur almenningi oftar en ekki fyrir sjónir sem svakalega alvarlegt og einbeitt fólk. Skárra væri það nú ef Lewis Hamilton væri ekki einbeittur á brautinni í Formúlu 1, svo dæmi sé tekið. Þá myndum við ekki vita hver hann er.

Þeir sem hafa skyggnst á bak við tjöldin, og t.d. horft á þætti eins og Drive To Survive og fleira í þeim dúr, vita að ökuþórar geta verið mestu sprelligosar. Já, rétt eins og gengur og gerist meðal fólks í hvaða starfsstétt sem er.

Innvígsla nýrra ökukennara

Fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd í ökuskóla nokkrum úti í heimi, að bjóða nýráðna kennara, velkomna til starfa við skólann með „dálitlu“ sprelli.

Haft var samband við framleiðslufyrirtækið Maxman.tv sem skipulagði stórskemmtilegan hrekk. Akstursíþróttakonan og atvinnudriftarinn Leona Chin var þar í aðalhlutverki og látum myndbandið tala sínu máli:

Gamall karl með hatt

Rallýkappinn norski, Petter Solberg, er ekki sérlega gamall. En fyrir fimm árum síðan brá hann sér í hlutverk gamals manns. „Gamli maðurinn“ sem ók um á Mercedes-Benz AMG C63 hringdi eftir aðstoð bifvélavirkja bílaframleiðandans og kvartaði yfir undarlegu hljóði í bílnum.

Hér er myndbandið með þeim „gamla“:

Stórvarasamur starfsmaður á þýsku verkstæði

Margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel, skemmti sér konunglega í hlutverki luralegs bifvélavirkja fyrir fáeinum árum. Honum tókst næstum að hræða líftóruna úr saklausum viðskiptavinum á þýsku verkstæði. Gjörið svo vel:

Hláturinn lengir lífið

Vonandi kom þetta sprell ykkur, lesendur góðir, í jafngóðan gír og undirritaðri. Jújú, þetta eru „eldgömul“ myndbönd og örugglega margir búnir að horfa á þau.

Ráðlegging blaðamanns er eftirfarandi: Horfið bara aftur á þetta!

Ef hláturinn lengir lífið þá er þetta eðalfínt efni til að bæta nokkrum mánuðum við lífið!

Svipaðar greinar