Nýstárlegur ferðabíll frá VW
- Með Volkswagen Gen.Travel hugmyndabílnum eru dregnar upp myndir af framtíðarferðalögum um landið
- Gen.Travel er kynntur sem „sýn á hreyfanleika á komandi áratug“
Volkswagen er með nýjan hugmyndabíl þar sem horft er nokkuð langt til framtíðar. Gen.Travel er hönnunarrannsókn sem þýska vörumerkið segir að sé á milli hefðbundins fólksbíls og fjölnotabíls og sé ekki ætlað að vera ekið af ökumanni, heldur ferðast um sjálfvirkt á 5. stigi sjálfstæðs aksturs sem enn á eftir að fullkomna.

Gen.Travel er laus við hefðbundnar forsendur bílahönnunar og getur boðið upp á sveigjanlegra rými fyrir allt að fjóra farþega, sem fara inn um „mávavængja“ hurðir sem opnast upp á við.
Volkswagen gefur nokkur dæmi um hvernig hægt væri að nota farþegarýmið – til dæmis fyrir vinnuferðir; sætin fjögur geta snúið að borði í miðjunni til að skapa „ráðstefnuuppsetningu“.
Til að forðast bílveiki er „dýnamísk lýsing“ notuð.

Af öðrum kostum má nefna að hægt er að leggja tvö af sætunum „flatt“ niður í rúm, með „nýstárlegu aðhaldskerfi fyrir farþega“ sem heldur farþegunum tveimur öruggum meðan þeir liggja.
Sérstök lýsing á meðan er sögð geta örvað framleiðslu líkamans á melatóníni, hormóninu sem stjórnar svefni.

Hönnun yfirbyggingarinnar stuðlar einnig að velferð farþega. Hliðarrúðurnar lækka niður í miðjunni, í um mittishæð, sem gefur þeim sem eru inni betra útsýni út.
Ef þeir leggjast niður eru farþegar varðir fyrir umheiminum undir gluggalínunni.
Það er líka eABC (electric active body control) kerfi sem vinnur úr hröðunar-, hemlunar- og beygjuhreyfingum fyrir fram og sérsníður aksturinn eftir þörfum, auk getu sem myndi sjá til þess að Gen.Travel keyrir í bílalestum annarra sjálfstýrðra ökutækja til að bæta drægni.

Í stað þess að einblína á möguleikana á eignarhaldi, lýsir Volkswagen alrafmagnaða Gen.Travel bílnum sem farartæki sem væri boðið til leigu í ferðaþjónustu. Slíkt gæti, fullyrðir vörumerkið, verið valkostur við styttri flugferðir.
Til að gera þetta, og einnig vera fær um að ferðast yfir nótt án þess að stoppa fyrir hleðslu, myndi Gen.Travel þurfa drægni sem er ekki möguleg með núverandi rafhlöðutækni.
Fréttatilkynning ökutækisins inniheldur engar tæknilegar upplýsingar um fyrirhugaða aflrás, né hvernig hugmyndabíllinn sjálfur – sem er frumgerð frekar en fullbúinn bíll – er knúinn áfram.

Það er ólíklegt að Gen.Travel fari nokkurn tíma í framleiðslu. Þess í stað þjónar hann hlutverki „rannsóknartækis“ sem mun meta álit viðskiptavina á hugmyndinni. „Byggt á niðurstöðum rannsóknarinnar gætu einstakir eiginleikar síðar verið fluttir yfir í raðbíla,“ segir Volkswagen.
(grein á vef Auto Express)