Mercedes kynnir rafknúinn van-hugmyndabíl fyrir stækkandi framboð rafbíla
- EQT rúmar allt að 7 farþega og kemur á markað árið 2022
Mercedes-Benz var að kynna myndir og upplýsingar um rafknúna hugmynd að „van“-bíl sem bílaframleiðandinn segir að sé „nálægt því að vera tilbúinn fyrir fjöldaframleiðslu“ og er meðal þeirra gerða sem fyrirtækið bætir við til að breikka svið í rafbílum sem aðeins nota rafhlöður á næsta ári.
Þessi „rafútgáfa“ af Mercedes T-Class, sem kallast EQT, mun rúma allt að sjö farþega og koma á markað árið 2022, sagði Mercedes í yfirlýsingu á mánudag.
Bíllinn mun verða samferða Citan sendibílnum sem kynntur verður síðar á þessu ári, en útgáfa hans verður full rafknúin.

EQT „mun höfða til fjölskyldna og allra þeirra einkaaðila, óháð aldri, sem njóta tómstundaiðkunar og þurfa mikið pláss og hámarks breytileika án þess að láta frá sér þægindi og útlit“, sagði Marcus Breitschwerdt, yfirmaður sendibifreiða hjá Mercedes, í yfirlýsingunni.

Vörumerkið ætlar að smíða átta rafknúin ökutæki í þremur heimsálfum á næsta ári til að takast á við Tesla og halda keppinautum þar á meðal BMW í skefjum.

EQT mun keppa við ökutæki eins og rafknúna afbrigðið af Microbus frá Volkswagen, ID Buzz, sem ætlað er að ná til sýningarsalanna árið 2023.
EQT hönnunarhugmyndin er með 21 tommu felgur úr léttmálmi og rennihurðir beggja vegna til að leyfa aðgang að þriðju sætaröðinni. Rafdrifið langborð sem geymt er í hólfi með plexiglerloki mun höfða til aðdáenda græja og útivistar.

Framleiðsla á „van“-bílum Mercedes verður að bregðast við auknum athugasemdum fjárfesta eftir að Daimler lýkur fyrirhugaðri endurskoðun á starfsemi þungaflutningabíla síðar á þessu ári.
Deildin hefur verið háð miklum tekjusveiflum undanfarin ár og verður áfram hluti af aðalstarfsemi Mercedes bílaframleiðslunnar sem einbeitir sér að lúxusbifreiðum sem skila sterkri ávöxtun.

Viðleitni sendibíladeildarinnar til að deila þróunarkostnaði með sameiginlegum bílaverkefnum með Renault og Nissan hefur að mestu mistekist. Mercedes hætti við X-Class pallbílinn sem var byggður á Nissan Navara vegna lélegrar sölu og viðskiptavinir urðu fyrir vonbrigðum með miðlungs gæði Citan litla sendibílsins sem deildi íhlutum með Renault.

Nissan gekk í síðustu viku til liðs við Renault við að selja lítinn hlut sinn í Daimler, sem keyptur var fyrir um áratug síðan til að tryggja samstarf þeirra.
(Bloomberg)
Umræður um þessa grein