Flytjum við næst í bílinn?
LG er ekki eina stórfyrirtækið sem kroppar í kantana á bílageiranum. Í gær sögðum við frá Sony bíl sem er í raun Playstation á hjólum.
Omnipod heitir fyrirbrigði sem LG hefur látið leka út myndir af; hugmynd sem er sambland af íverustað, heimili og bíl. Kannski flytjum við næst út í bíl!
Hugmyndasmíðin byggir einmitt á því að tengja saman heimili og bíl. Útlitið minnir óneitanlega á lítinn sendibíl eða Van.

Þetta kvikindi virðist hafa ökumannsæti (sést á einni myndinni), það eru jú hjól undir bílnum og gluggar eru jú á honum en LG hefur ekki gefið neitt frekar út um fyrirbærið. Við bíðum bara.

Í staðinn fyrir spekka um tækið sendi LG frá sér nokkrar myndir. Til að byrja með notar LG þetta sem sýningarrými fyrir heimilstækin sín. Þarna er ísskápur, míníbar og stórir skjáir.
Miðrýmið er með „setustofu” með hallandi sætum; nokkurs konar körfustólum.

„Bíllinn“er búinn tæknibúnaði sem styður sýndarveruleika á skjá sem nær frá gólfi og upp í þak. Sýndarveruleikakerfið notar raunverulegan áhrifavald sem aðstoðarmann – eins og Apple notar Siri. Sú heitir víst Reah Keem og er ansi þekkt í Asíu. Hún býður svipaða hjálp og Siri, vinkona Apple notenda.
Þetta er svona það helsta sem við vitum um Omnipod. Kannski maður geti haldið skötuveislu í svona tæki árið 2030 – jafnvel fyrr!