DS fagnar 50 ára afmæli Citroen SM með sýn á nútíma útgáfu
-almenningur mun ákveða hvaða útgáfa er best




Einn frægasti og stílhreinasti bíll Citroen, SM, fagnar 50 ára afmæli í vikunni. Hann var fyrst sýndur þann 10. mars 1970 og var með vökva-loftfjöðrun, Maserati V6 vél sem var að minnsta kosti 170 hestöfl, framljós sem beygðu með framhjólunum og framúrstefnulega hönnun.
Af því tilefni fékk lúxusbíladeild fyrirtækisins PSA, DS, nokkra hönnuði sína til að ímynda sér nútímalega útgáfu af bílnum og almenningi er boðið að greiða atkvæði um hver sé best.
Sex eintök búin til
Sex hönnunareintök voru búin til og fyrirtækið afhjúpar tvö í einu og þannig verður það gert, koll af kolli út vikuna. Fyrstu tvö hönnunareintökin eru með grunnþaki hins upprunalega SM en við bætist hörkulegra og sportlegra útlit.
Yfirbyggingarnar umlykja stórar felgur og dekk. Appelsínugul hönnunin bætir við sérstöðu á afturhjólum á upprunalega SM. Brúna hönnunin er með meira áberandi framenda og ljósum. Liturinn er í einn af upprunalegu litum bílsins.
Almenningur fær að greiða atkvæði
Þar sem DS afhjúpar SM-hönnunina mun fyrirtækið einnig birta skoðanakannanir á Twitter og Facebook til að fólk geti valið þá hönnun sem því líkar best. Þegar atkvæðagreiðslu er lokið komast fjórar útfærslur í úrslit og sigurvegari ákveðinn með tilliti til fjölda deilinga á samfélagsmiðlum. Þegar úrslit liggja fyrir mun DS af handahófi velja einhverja úr hópi þeirra sem deildu, og fá þeir áritaða mynd af vinningshönnuninni.


Umræður um þessa grein