Euro NCAP einkunn Polestar 2 uppfærð

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Polestar 2 fær uppfærða Euro NCAP einkunn fyrir ökumannsaðstoð

Polestar 2 hefur hlotið einkunnina „Góður“ í nýjustu prófunum á ökumannsaðstoð af Euro NCAP, einni af leiðandi öryggisprófunarstofnunum heims.

Einkunn Euro NCAP á ökumannsaðstoð er tiltölulega nýtt og sjálfstætt frumkvæði frá stofnuninni sem hóf að meta virkni ökumannsaðstoðar árið 2020. Í fyrsta prófi sínu á ökumannsaðstoð síðla árs 2021 fékk Polestar 2 einkunnina „Í meðallagi“ og aðeins vantaði örlítið upp á að bíllinn fengi þá einkunnina „Góður“.

Einkunn ökumannsaðstoðar Polestar 2 var endurbætt í kjölfar netuppfærslu (OTA) hugbúnaðar sem leysti nokkur minniháttar mál sem stofnunin vakti athygli á þegar ökumannsaðstoðin var upphaflega prófuð.

„Að hafa öryggisgen frá systurfyrirtækinu Volvo Cars í bílum okkar er mikill ávinningur fyrir Polestar og í raun hafði öryggisteymið þegar komið auga á tækifæri til að bæta virkni ökumannsaðstoðarkerfis okkar þegar upprunalega einkunnin var gefin árið 2021,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar.

„Það var fyrir tilviljun að hugbúnaðaruppfærslan P1.8 var á leiðinni í bíla viðskiptavina innan við viku frá niðurstöðum prófunar Euro NCAP. Getan til að bæta bílinn stöðugt, sérstaklega þegar um öryggiseiginleika er að ræða, er lykilávinningur af tengi- og netuppfærslugetu Polestar 2.“

Ökumannsaðstoðareinkunn Euro NCAP er sem stendur sérstakt verkefni og ekki innifalið í heildar 5 stjörnu öryggiseinkunninni fyrir Polestar 2. Þessi heildaröryggiseinkunn var gefin út í mars 2021 og á þeim tíma var Polestar 2 besti rafbíllinn sem hefur verið prófaður af samtökunum samkvæmt nýjustu stöðlunum. Síðan þá hefur aðeins Mercedes-Benz EQS, miklu stærri og dýrari bíll, fengið hærri einkunn.

(fréttatilkynning frá Polestar/Brimborg)

Svipaðar greinar