Nissan Qashqai bestur í sínum flokki að mati Euro NCAP
Euro NCAP kynnti í vikunni niðurstöður sínar úr árekstrarprófunum nýliðins árs, 2021, þar sem fram kemur hvaða bílar stóðu sig best á árinu í sínum flokki (Best in class).
Þeirra á meðal var Nissan Qashqai sem sigraði í flokki jepplinga (small Off-Road) fyrir „framúrskarandi árangur í virku öryggi“ eins og segir í umsögn stofnunarinnar.

Alls prófaði Euro NCAP 33 nýja bíla á árinu og fengu 22 fyrstu einkunn eða 5 stjörnur fyrir framúrskarandi öryggi, þar sem sérstaklega var tekið til akstursaðstoðarbúnaðar Qashqai (safety assist systems) sem fékk 95% einkunn. Það er hæsta einkunn sem Euro NCAP gaf á síðasta ári.
Aðeins einn annar bíll fékk sömu einkunn í þeim prófunarflokki á árinu, en það var Subaru Outback.

BL kynnti í september nýjustu kynslóð þessa vinsæla sportjeppa sem hefur verið sá mest seldi í sínum flokki í Evrópu um langt skeið.
Jepplingurinn er eins og áður boðinn með vali um framhjóladrif eða fjórhjóladrif, en þar má segja að samanburðinum ljúki við fyrri kynslóðir bílsins sem kom fyrst á markað árið 2007.
Nýjasta kynslóð Qashqai er í senn stærri og rúmbetri en fyrri kynslóðir auk þess sem aldrei hefur verið vandað jafn mikið til þæginda og öryggisstigs og nú, eins og einkunn Euro NCAP vitnar um. Hér er hægt að horfa á myndband af prófunum á öryggi Qashqai.



