Stóri kagginn

139
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Stóri kagginn

Ég leit út um gluggann hjá mér í dag hérna á Eyjavöllunum í Reykjanesbæ og sá þá ansi fallegan Chevrolet Caprice Classic. Datt mér þá í hug að fletta þessum stóra og mikla bíl aðeins upp og tékka á nokkrum staðreyndum.

Caprice Classic þótti mikill bíll. Hann var fluttur inn af Véladeild Sambandsins og man ég vel eftir svoleiðis bílum í portinu milli Ármúla 3 og Hótel Esju en þar var Véladeild Sambandsins með geymsluport.

Lúxus

Chevrolet Caprice Classic var bíll í fullri stærð, framleiddur af General Motors undir merkjum Chevrolet frá árinu 1965 til 1996. Caprice var hugsaður sem lúxusbíll en á líftímanum fór hann í gegnum nokkrar yfirhalningar.

Caprice Classic árgerð 1974.

Þegar Caprice Classic var fyrst kynntur árið 1965 var hann hugsaður sem „premium“ gerð af Chevrolet Impala. Sá var með áberandi þaklínu og uppfærðri innréttingu.

Árið 1966 varð Caprice að sérgerð innan Chevrolet línunnar og þá var bíllinn boðinn með úrvali af V8 vélum og allskyns lúxus.

Hér er einn árgerð 1976.

Dísill

Á áttunda áratugnum héldu General Motors áfram að þróa bílinn. Árið 1977 var Caprice endurhannaður og kom þá með nútímalegra útliti.

Þá kom bíllinn einnig með dísilvél sem varð nokkuð vinsæll kostur á þeim tíma enda bensínverð í hæstu hæðum í Bandaríkjunum.

Árgerð 1977.

Á níunda áratugnum varð Caprice æ vinsælli kostur meðal lögregluembætta í Bandaríkjunum.

Hann þótti afkastamikill og níðsterkur sem voru kostir sem gerðu hann vinsælan meðal löggunnar.

Endalokin

Það var svo aftur árið 1990 sem bíllinn fær viðamikla yfirhalningu og er breytt til mikilla muna. Þá verður Caprice ávalari og mýkri í útliti. Eftir þessa breytingu fer salan að minnka enda jeppar og aðrar gerðir ökutækja að koma sterkari inn sem valkostir á markaðnum.

1979 árgerð.
Þessi er 1990 módel.
Station árgerð 1992.

Framleiðslu gerðarinnar Caprice Classic var síðan hætt árið 1996 og markaði það endalok „stóru kagganna“.

En Caprice er nú ástæll klassískur bíll sem safnarar og bílaáhugamenn sækja í.

Áætlað er að yfir 5 milljónir Caprice Classics hafi verið framleiddar frá 1965 til 1996

Chevrolet Caprice Classic var í boði með ýmsum vélastærðum í gegnum tíðina.

1994 árgerð.

Hér eru algengustu vélarstærðirnar

1965-1970: 4,6 L (283 cu in) V8, 5,0 L (307 cu in) V8, 5,4 L (327 cu in) V8, 6,5 L (396 cu in) V8

1971-1976: 5,7 L (350 cu in) V8, 6,6 L (400 cu in) V8

1977-1980: 5,0 L (305 cu in) V8, 5,7 L (350 cu in) V8

1981-1985: 4,4 L (267 cu in) V8, 5,0 L (305 cu in) V8, 5,7 L (350 cu in) V8, 6,0 L (368 cu in) V8 dísel

1986-1990: 4.3 L (262 cu in) V6, 5.0 L (305 cu in) V8, 5.7 L (350 cu in) V8, 6.0 L (368 cu in) V8 dísel

1991-1996: 4,3 L (262 cu in) V6, 4,9 L (300 cu in) inline-6, 5,0 L (305 cu in) V8, 5,7 L (350 cu in) V8

Þetta eru bara sumir af algengustu vélakostunum fyrir Caprice Classic og það voru aðrar vélar í boði á sumum framleiðslu árum og fyrir sérstakar gerðir.

Vélarstærðir og gerðir voru einnig mismunandi eftir árgerð og upprunalandi.

Carpice var vinsæll meðal löggunnar í Bandaríkjunum. Enda bíllinn níðsterkur og aflmikill.

Svipaðar greinar