Smart getur virkað mjög stór í samanburði við mörg þau bílkríli sem framleidd hafa verið í gegnum tíðina. Lítum á nokkra agnarsmáa bíla og byrjum bíltúrinn á eyjunni Mön, eða Isle of Man, því þaðan kemur nefnilega Peel Trident!
Peel Trident 1965 – 1966
Þessi bíll er svo lítill að Smart virðist í fullri stærð við hliðina á honum. Þríhjólabíllinn Trident er farartæki fyrir einn, eins og gefur að skilja þegar myndir og mál eru skoðuð. Var hann þó í upphafi hugsaður sem tveggja manna farartæki.
Arfaslök myndgæðin stafa af því að þetta er skjáskot fengið úr gömlu myndbandi af YouTube. Samt ætti stærðarmunur bílanna að sjást.
99 sentímetra breiður og 185 sentímetra langur var hann og hvert eintak handsmíðað. Ekki voru smíðuð nema 46 kríli af gerðinni Peel Trident og las ég einhvers staðar að árið 2011 hefðu einungis 15 þeirra enn verið til.
49 cc vélin skilaði 4,2 hestöflum en af myndböndum að dæma finnst manni bílkrílið nú fara furðulega hratt.
Smart virðist risastór í samanburði (athugið að myndband í betri gæðum er neðar í greininni en þar er Trident aðalatriðið):
? Zündapp Janus 1957 – 1958
Á fyrstu 6 mánuðunum var framleiddur 1.731 bíll af gerðinni Zündapp Janus
?
Um mitt árið 1958 höfðu alls verið framleidd 6.902 eintök af hinum þýska Zündapp Janus
…en þá hafði Zündapp fengið nóg af smælkisframleiðslu og seldi BOSCH verksmiðjuna.
Hér er meira af hinum agnarsmáa Trident sem fjallað var um í upphafi greinar. Gæði myndbandsins eru nú skömminni skárri en í hinu!
Margt leit dagsins ljós en varð ekki endilega vinsælt. Hér eru nokkrar auglýsingar:
16 ára ungmenni máttu aka Bamba litla, samkvæmt auglýsingunni. Hvers kyns skírteini voru sögð duga. Bókasafnsskírteini? Nei, varla.
Bólstraður og teppalagður átti þessi að vera.
Hér má sjá undarlega auglýsingu (þ.e. uppstillingu ólíkra bíltegunda). Kannast einhver við þríhjólavagninn?
?
Zagato Zele 1974 – 1976
Zagato Zele var ekki framleiddur í Zagreb heldur á Ítalíu
Zagrato var hönnunarfyrirtæki í Mílanó. Hvað ætli það hafi hannað? Hraðahindranir? Uss, neinei! Um 500 eintök voru smíðuð af þessum sérstaka bíl.
Zagato Zele var rafbíll og samkvæmt Wikipedia var hann einnig seldur í Bandaríkjunumsem Elcar. Reynist það rétt að einungis hafi verið framleidd 500 eintök þá kemur ekki fram á ofangreindri síðu hvernig þeim var skipt á milli hins ítalska markaðar og þess bandaríska. Enda er þessi umfjöllun ekki mjög ítarleg heldur einungis til gamans gerð og fara myndirnar þar með aðalhlutverkið. Kannski maður fjalli betur um „bílkríli“ síðar. Hér er þó hlekkur á tímaritið Popular Mechanics frá 1975 þar sem Zagato Zele (Elcar) var tekinn til kostanna.
Umræður um þessa grein