Laugardagur, 11. október, 2025 @ 2:44
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Sjaldgæfur Plymouth

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
11/07/2021
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 6 mín.
276 9
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Sjaldgæfur Plymouth

Plymouth Hemi Cuda Convertible (blæju) árgerð 1970 er væntanlega einn af þeim sem lenda ofarlega á óskalista bílasafnara. Sagt er að Hemi Cuda Convertible sé einn eftirsóttasti „kaggi” allra tíma.

Eins og svo margir flottir og athyglisverðir bílar sjöunda og áttunda áratugarins var þessi kraftaköggull framleiddur í fáum eintökum og í mjög stuttan tíma.

Það þýðir að safnarar ásækjast þessa bíla í dag og eru tilbúnir að greiða fyrir þá háar fjárhæðir. Reyndar var framleiðslutímabilið afar stutt eða frá 1970 til 71. Boddýlag þessara bíla er kallað E-body.

Öflgur 8 strokka mótor

Þessi Hemi Cuda blæja var framleidd með E74, 426 kúbika mótor sem staðalbúnaði frá verksmiðju.

Þetta þótti mönnum afar eftirsóknarvert enda 426 HEM vélin víðfræg fyrir aflið sem hún gaf. Standard aflið sem svona vél var að gefa var um 425 hestöfl.

Togið í vélinni var um 486 ft-lbs. Það sem gerði þennan mótor svo kraftmikinn sem raun bar vitni var að kertaþræðirnir lágu beint ofan í heddið og gerði hann þannig mun kraftmeiri en aðra átta strokka mótora.

Sportlegur frá toppi til táar

Þessi bíll er beinskiptur og málaður í mjög sterkum og áberandi gulum lit sem kallast Lemon Twist. Brún innréttingin er klassík og blæjan svört.

Cudan var skreytt með ýmsum búnaði eins og gráum sílsum og yfir gulum felgunum eru smekklegir litlir hjólkoppar.

Shaker loftinntak á húddi, vökvabremsur, tvö púst og sportsæti. Shaker loftinntakið er staðsett beint fyrir ofan loftinntakið til að fá kalt loftið stystu leið inn í mótorinn og ná þannig sem mestu út úr mótornum.

Hrópandi gulur

Bíllinn var gerður upp fyrir fáeinum árum. Þá var hann tekinn alveg í frumeindir, allt niður í minnstu skrúfur. Í endursmíðinni var pælt nákvæmlega í því hvernig bíllinn kom frá verksmiðjunni og algjörlega farið eftir forskriftinni.

Allir helstu íhlutir eru með réttum framleiðslunúmerum – allt frá grind og upp í vél. Allt króm og ryðfrítt var tekið í gegn og krómað. Lakkið var djúphreinsað og bónað.

Vekur athygli

Vegna þess hve bíllinn er vel uppgerður var teyminu sem stóð að endurgerðinni boðið að sýna bílinn á MCCAN, sem er ein fjölmennasta samkoma áhugamanna um upprunalega verksmiðjubyggða E-body, Hemi blæjubíla – já, þau eru mörg samtök bíla áhugamanna í Bandaríkjunum.

Einn af 18 bílum

Aðeins voru framleidd 18 stykki af Plymouth Cuda blæjum árið 1970. Bílar þessir eru afar eftirsóknaverðir og erfitt að fá. Þessi er reyndar ekki til sölu í augnablikinu.

Margir sjaldgæfir fornbílar eru í einkaeigu og lokaðir inni og sjást því sjaldan – nema á sérstökum sýningum.

Og þessum bíl fyglir náttla eigendasaga, handbækur, myndir af endurgerðinni og skráningarskjöl. Verðið á svona bíl er áætlað rúmar 2 milljónir dollara.

Heimild: Legendary Motorcar Company

Fyrri grein

Rafdrifinn RAM væntanlegur 2024

Næsta grein

BMW rafknúin „vespa“

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
BMW rafknúin „vespa“

BMW rafknúin „vespa“

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.