Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 21:55
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Glímuskjálfti í herbúðum GM

Haraldur orn Arnarson Höf: Haraldur orn Arnarson
27/01/2021
Flokkar: Fornbílar
Lestími: 4 mín.
267 18
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Glímuskjálfti í herbúðum GM

Margir bílaáhugamenn hafa furðað sig á þeim miklu útlitsbreytingum sem urðu á bílaflota General Motors á árunum 1957 til 1959. Eftir eitt besta tímabil í sögu samsteypunnar, frá 1954 til 1957, gerðust undarlegir hlutir sem vert að skoða nánar. Yfirmaður hönnunardeildar GM á þessum árum var Harley Earl sem stundum hefur verið kallaður konungur krómsins.

Sá titill átti vissulega vel við um miðjan sjötta áratuginn þegar króm varð meira og meira áberandi með hverju árinu sem leið. Helsti samkeppnisaðili GM á þessum árum, Ford, sat við sama heygarðshornið, enda sat annar krómkarl, George Walker, við hönnunarvölinn á þeim bæ. Aðrir og merkilegri hlutir tóku hins vegar að gerast hjá þriðja risanum í Detroit, Chrysler-samsteypunni, en þar tók Virgil Exner til við að hanna öðruvísi bíla sem frumsýndir voru haustið 1956.

Í bílaborginni var sá háttur hafður á að framleiða þurfti nokkuð stóran lager af bílum áður en hægt var að kynna þá opinberlega og hefja sölu um land allt.

Starfsmenn hönnunardeildar GM, sem leið áttu um austurhluta borgarinnar, rak í rogastans þegar þeir sáu breiður af nýjum Plymouth-bílum við verksmiðjuna sem litu allt öðruvísi út en bílarnir sem þeir sjálfir voru með á teikniborðinu. Á þessum árum tók um þrjú ár að breyta bíl úr hugmynd í veruleika, þannig að haustið 1956 var þegar farið að leggja línurnar fyrir 1959-árgerðirnar.

Sú staðreynd olli nokkrum skjálfta hjá umræddum starfsmönnum GM, því Harley Earl hafði fyrirskipað þeim að bæta 50 kg af krómi á hvern einasta bíl sem koma átti á götuna árið 1958 og meira slíkt var áætlað fyrir 1959. Hinir nýju og stílhreinu

Chrysler-bílar voru hins vegar með minna prjál en áður og litu út eins og hlutir af annarri veröld. GM-menn sáu umsvifalaust að Chrysler var með tromp á hendi sem myndi skila þeim frábærri sölu árið 1957. Nú voru góð ráð dýr. Tekin var ákvörðun um að senda Harley Earl í langt frí til Evrópu og á meðan var öllum fyrirhuguðum hugmyndum um ´59 árgerðirnar fleygt í tunnuna, enda áttu þær að verða bústnar útgáfur af ´58-bílunum, að fyrirskipan Earls.

Þegar hann snéri að nýju heim til Detroit blöstu við honum nýjar og gerbreyttar hugmyndir að bílum fyrir ´59 árgerðirnar, með hreinum línum og umtalsvert minna krómi.

Þegar í ljós kom hve vinsælir Chrysler-bílarnir urðu árið 1957, sá konungur krómsins sæng sína upp reidda og yfirgaf GM árið 1958, skömmu áður en ´59 árgerðirnar voru frumsýndar.

Þess má geta að GM seldi 2,2 milljónir fólksbíla árið 1958, sem var 20% samdráttur frá 1957, en skaust upp í 2,5 milljónir árið 1959. Það var þó ekkert í samanburði við metárið 1955, en þá seldi GM 3,7 milljónir fólksbíla. Fullyrða má að árin 1955 til 1957 hafi verið sannkallaður ævintýratími hjá þessu stærsta fyrirtæki heims, því þá seldi samstæðan samanlagt nærri tíu milljón fólksbíla.

Buick árgerð 1958 hefur löngum verið talinn einn helsti krómdreki bílasögunnar. Í grillinu einu er 160 krómkubbar. Talið er að það hafi verið um 50 kg meira af krómi á hverjum GM-bíl árið 1958 en árið á undan.

Svar GM við framúrstefnubílum Chrysler-samsteypunnar birtist haustið 1958 í nýrri línu ´59 árgerðanna sem var ólíkt stílhreinni en krómhlöðnu ´58 árgerðirnar. Að öllu óbreyttu áttu þessir bílar að vera búlduleitir og yfirhlaðnir krómi í anda Harley Earl. Pontiac-bíllinn á myndinni hér að ofan er almennt talinn meðal best heppnuðu bíla GM árið 1959.

Nýir Plymouth-bílar ollu miklum skjálfta meðal starfsmanna hönnunardeildar GM þegar þeir óku framhjá verksmiðjum keppinautarins haustið 1956, enda birtust þeim bílar með gerbreytt og afar stílhreint útlit, sem að mestu voru lausir við óþarfa prjál. Það ríkti að vonum gleði hjá sölumönnum Chrysler, sem hér sjást heilsast kumpánlega fyrir framan Plymouth og De Soto-bílasölu.

Vængjaði ´59 Chevroletinn hér að neðan vakti óskipta athygli þegar hann kom á markað haustið 1958 og átti eftir að seljast í yfir 1,3 milljónum eintaka. Allt frá fyrsta degi hafa menn skipst í tvo hópa varðandi útlit þessa bíls; sumir dásama vængina og kattaraugun á meðan aðrir hrylla sig yfir herlegheitunum.

Fyrri grein

Jeep kynnir “First Edition” af Wrangler 4xe tengitvinnbíl í Evrópu

Næsta grein

Hummer-innblásinn sportjeppi til að keppa í utanvegakappakstri rafbíla

Haraldur orn Arnarson

Haraldur orn Arnarson

Svipaðar greinar

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Novan var vinsæl á rúntinum í denn

Höf: Pétur R. Pétursson
29/06/2025
0

Þessi Nova hefur farið í gegnum algera „Frame Off“ endurbyggingu þar sem engu hefur verið til sparað. Bíllinn er sprautaður...

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Næsta grein
Hummer-innblásinn sportjeppi til að keppa í utanvegakappakstri rafbíla

Hummer-innblásinn sportjeppi til að keppa í utanvegakappakstri rafbíla

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.