Heimsókn í klúbb klassískra bíla á Spáni haustið 2019:
Glæsivagnar á ýmsum aldri og allir flottir
Hér á Spáni eru fornbílar og glæsivagnar mjög í hávegum hafðir og starfræktir eru bílaklúbbar þar sem eigendur slíkar bíla hittast reglulega, sýna sig og sýna bíla og spjalla um allt milli himins og jarðar – en þó aðallega bílana sína.
Einn slíkur klúbbur er á þessu svæði á Spáni þar sem blaðamaður bílabloggs dvelur þessa dagana [Ath. grein frá október 2019], „Marina Alta Classic Car Club“.

Klúbburinn var stofnaður af Peter Martin og Bertrand Lewinson árið 2000. Síðan þá hefur klúbburinn orðið vinsælasti klassíski bílaklúbburinn á Marina Alta svæðinu og er viðurkenndur á alþjóðavettvangi.
Í klúbbnum eru nú yfir 125 félagar frá fjölmörgum löndum; belgískir, breskir, hollenskir, franskir, þýskir, ítalskir, norskir, spænskir og aðrir – þar á meðal frá Íslandi, sem njóta margvíslegs ávinnings, þar á meðal mánaðarlegra funda fyrir kaffi og spjall, mánaðarleg mót á Spáni, 3 daga voratburður, 4 daga haustmót, og margt fleira.
Félagarnir hittast annan sunnudag í mánuði í Saxo Disco Garden í Moraira, sem er næsti bær við Jáeva, þar sem dvalið er hér þessa dagana, og í dag var blaðamaður bílabloggs svo heppin að slást í för með Ingvari Gissurarsyni og Gissuri syni hans, en Ingvar á forláta Jaguar og er þar með að sjálfsögðu félagi í þessum klúbbi.
Það var greinilegt þegar við komum til Moraira að það er sterkt félagslegt andrúmsloft innan klúbbsins sem gefur meðlimum tækifæri til að spjalla og skoða bílana á staðnum, setjast niður og fá sér kaffi eða annað við hæfi.
Meirihluti félaganna sem hittist þennan daginn eru með rætur á Bretlandi og margir hverjir í eldri kantinum – eins og bílarnir þeirra!
Gamli og nýir en allir flottir
Það var alveg hægt að missa sig í myndatökunum á bílaplaninu við klúbbinn þar sem menn hittast þessa sunnudagsstund. Bílarnir voru af fjölmörgum gerðum og á mismunandi aldri, en allir flottir og vel til hafðir. Einn gamall rauður MG vakti mikla athygli en það kom síðar í ljós að þetta var „endurgerð“ slíks bíls en svo vel gerð að það mátti vel trúa því að þetta væri „original“ bíll.

Sumir komu jafnvel til fundarins á mótorhjólinu sínu, þar á meðal vinahjón Ingvars, sem komu á sínu Harley Davidson hjóli, og eiginkona í öllu bleiku vegna þess að núna er bleiki mánuðurinn.

Facebook síða klúbbsins: SMELLIÐ HÉR.
En látum myndirnar tala og núna geta menn reynt hver fyrir sig að finna út hver er nú hvað og svo framvegis…





















































