1958 Cadillac Eldorado Biarritz

137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

1958 Cadillac Eldorado Biarritz

Cadillac Eldorado er lúxusbíll sem GM framleiddi á árunum 1952 til 2002. Alls hafa tólf kynslóðir bílsins litið dagsins ljós.

Bíllinn sem um ræðir í dag er af gerðinni Cadillac Eldorado Biarritz sem var samheiti á blæjugerðunum á sjötta áratugnum.

Eldorado var ein toppgerða Cadillac línunnar. Upprunalega Eldorado blæjan árgerð 1953 og Eldorado Brougham gerðirnar áttu margt sameiginlegt og voru dýrustu Cadillac gerðirnar sem fengust á þessum árum.

Eldorado var dýrasta gerðin af Cadillac fyrir utan 75 gerðirnar frá fjórða áratugnum og alveg til 1966.

Eldorado hélt síðan sérstöðu sinni sem tveggja dyra lúxusbíll frá árinu 1967 enda hefur bíllinn notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum í gegnum árin.

Frá 1965 til 1972 bar Eldorado gerðarheitið Fleetwood sem vísaði til hinna geggjuðu Cadillac V-12 og Cadillac V-16 roadsters og blæjubíls.

Bíllinn sem kom árið 1958 var með fjórum framljósum, tveimur hvorum megin. Framhluti bílsins var sá sami á öllum gerðum þessa árs. Árið 1958 var einmitt hálfrar aldar afmæli framleiðandans, og hélt GM upp á fimmtíu ára afmælið með útgáfu afmælismódela af öllum gerðum fyrirtækisins.

Það voru Cadillac Eldorado Seville, Buick Limited Riviera, Oldsmobile Starfire 98, Pontiac Bonneville Catalina og hinn splunkunýi Chevrolet Bel-Air Impala.

Dýrari gerðir allra þessara bíla deildu sömu íhlutum.

1958 var árið sem framhluti bílsins fékk smá uppfærslu. Nýir stuðarar, nýtt hudd og framstuðarinn var með „bullet bumpers“ sem voru tvö framstæð krómuð stykki sem líkja mátti við byssukúlur. Stuðarar lágu neðar og grillið fékk flotta bróderingu í krómið.

Bíllinn var allur hinn skrautlegasti eins og sjá má á myndum.

Cadillac framleiddi aðeins 1.320 stykki af Eldorado Biarritz árið 1959 og kemur því á óvart að talsvert er til af þeim bílum í dag. Þessi bíll sem við fjöllum um hér kostar 199.900 dollara sem útleggst á um 26.2 milljónir króna.

Sölulýsing

Afar vandfundinn Cadillac Eldorado Biarritz sem gerður hefur verið upp frá grunni

1 af 815, 1958 árgerð af Eldorado Biarritz blæjubíl

365 kúbika, Cadillac V8 með þremur Rochester 2 barrels karburatorum

Cadillac Hydra-Matic Drive 4-gíra sjálfskipting

Cadillac Air loftkæling

Aflstýri

Skálabremsur

Vermillion Red Cape Buffalo leður í innréttingu, rafmagn í sætum

Optional Cadillac Autronic Eye ljós

Útvarp sem leitar og með fótstýringu

Rafmagnsrúður

PPG Desert Gold Bronze litur á lakki og rafdrifinn blæja

Þokuljós

Skotthleri með rafdrifinni opnun

15 tommu Sabre Spoke felgur og dekk með hvítum hringjum

Tvöfalt púst

Fullkomin skjölun um uppgerð bílsins

Bíllinn er til sölu hjá RK Motors.

Svipaðar greinar