Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 8:27
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Vondu má alveg venjast

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
11/01/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 5 mín.
284 12
0
142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Þeir sem klikkuðu

Við erum alltaf að dást að bílum. Reynsluakstur og greinar eru okkar ær og kýr hér á vefnum. Þegar nýjum bíl er reynsluekið í dag reiknum við með að framleiðandinn hafi unnið heimavinnuna og skafið af honum þá ókosti og mínusa sem reynslan hefur kennt.

Þau ár sem undirritaður hefur verið að reynsluaka bílum hefur ekki neitt stórt komið upp sem kalla má galla, frekar eitthvað sem við köllum mínusa eða ókosti. Núverandi vöruþróunaraðferðir virka bara nokkuð vel í bílaframleiðslu. Það er búið að loka fyrir alla stærri galla – það er í mesta lagi hægt að finna ókosti eða mínusa.

Reynsluakstur byggir mikið á upplifun

Að því sögðu langar mig að skrifa nokkrar tengdar greinar um bíla sem hafa fengið slæma útreið í reynsluakstri hjá sérfræðingum sem gefa sig út fyrir að reynsluaka allskyns ökutækjum og fjalla síðan um þau.

Þeir bílar sem við fjöllum um í þessum greinum eru ekkert endilega þekktir á Íslandi, enda Ísland lítil eyja sem flytur ekki alla heimsins bíla inn á sinn litla markað.

Grein þessi fjallar um þá bíla sem segja má að hafi klikkað á einhvern hátt, fengið slæma útreið í umfjöllun og hvort það hafði einhver áhrif á kaupendahópinn.

Fljótfærni í framleiðslu

Fisker Karma og Karma Revero eru tiltölulega nýir bílar – komu fyrst á markað árið 2011 og Revero 2017. Ekki er hægt að segja að Henry Fisker sé einhver græningi í bílahönnun og framleiðslu því hann kom að hönnun BMW Z8, Aston Martin DB9 og Aston Martin V8 Vantage.

Fisker Karma.

Fisker Karma var plug-in hybrid lúxus bíll, fjögurra dyra og miðaður við efnaða kúnna. Bíllinn þótti ansi flottur en ýmislegt gekk samt ekki alveg upp. Hann þótti alls ekki hentugur sem lúxusbíll fyrir fimm farþega.

Bíllinn bilaði í reynsluakstri, rafhlöðu var illa fyrir komið og hann eyddi fáranlega miklu eldsneyti.

Fiskerinn var svo lágur að farþegar aftur í þurftu nánast að leggjast inn í hann. Eftir að bíllinn hafði verið innkallaður vegna hættu á íkveikju út frá rafhlöðu og dræmri sölu í kjölfarið var framleiðslu hætt á Fisker Karma og árið 2013 var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota.

Fisker Revero lítur ekki illa út.

Árið 2015 var síðan Karma Automotive stofnað á rústum Fisker Automotive.

Þaðan kemur svo bíllinn Karma Revero. Bloomberg fréttaveitan gagnrýndi fyrirtækið harðlega fyrir svikin loforð og að Revero væri bíll sem vantaði mikið upp á að vera sá sem lofað væri.

Sum verkefni ganga bara ekki upp

Mitsubishi Space Star er lítill og þekkilegur bíll sem við ættum að muna eftir hér á landi. Reyndar er hafði Mitsubishi áður verið með stærri Space Star bíl, en sá litli er til umfjöllunar hér. Mitsubishi hafði lagt talsverða vinnu í að gera þennan bíl léttari og skemmtilegri í útliti ásamt því að gera hann meira staumlínulagaðan. Bílnum var hins vegar illa tekið án þess að of djúpt sé í árinni tekið.

Mitsubishi Space Star.

Margir helstu bílafjölmiðlar í Evrópu gáfu bílnum falleinkunn, hann var að fá þrjár stjörnur af tíu hjá þeim mörgum. Mitsubishi Space Star árgerð 2013 var talinn einn af tíu verstu bílum ársins. Bíllinn var sagður óþjáll og stífur og  innanrýmið var eins og í bíl frá því um 1980.

Top Gear tímartið sagði Space Starinn vera versta bíl sem mögulega væri hægt að kaupa (árið 2013): „Bíllinn er drusla og gæðin í engu samræmi við verðið.”

Bílamógúllinn Doug DeMuro sagði einfaldlega: „Versti nýi bíllinn á markaðnum í dag.”

Held að það sé rétt munað að þessi fákur sást fyrst á Íslandi árið 1999 og var þá auglýstur sem góður kostur við hlið VW Golf og fleiri bíla.

Fallega ljótur en gríðarlega vinsæll

Nissan Juke var næst söluhæsti bíll Nissan á eftir Nissan Qashqai í Bretlandi árið 2015. Þrátt fyrir velgengni bílsins fékk hann á sig talsverða gagnrýni, meðal annars fyrir bilanatíðni, notagildi og útlit.

Hann leynir á sér Juke-inn.

Fyrsta kynslóð Juke bilaði talsvert á ýmsa vegu og sumt var jafnvel dýrt að gera við. Þær í dýrari kantinum voru bilanir í CVT gírkassa, túrbínu, leki á eldsneyti og bilaðir súrefnisskynjarar. Einnig voru vandræði með rafgeyma og tímakeðjur.

Í skýrslu frá Neytendasamtökunum Which? í Bretlandi kemur fram að dísilgerðir fyrstu kynslóðar Juke voru með um 20% bilanahlutfall á ákveðnum hlutum eldsneytiskerfisins á móti 3,45% bilanahlutfalls annarra þriggja til átta ára dísel bíla sem tekið var til í þessari skýrslu.

Mikið af gagnrýninni skrifaðist á útlit bílsins; mörgum þótti hann einfaldlega ljótur bíll. Hotcars setti hann á lista sinn yfir nokkra af „ljótustu nýju bílunum.“ árið sem hann kom á marakað. „Frosklaga útlit Nissan Juke er eitthvað sem þú vilt ekki hafa augun á nema í stutta stund,“ sagði miðillinn um bílinn.

Aðrir sögðu hann vera ljótasta bíl sem nokkurn tíma hefði komið á markað.

Maður hefur séð það minna, sérstaklega í nýrri rafbílum.

Juke fékk einnig á sig gagnrýni fyrir lítið pláss og lélega nýtingu á því rými sem var í boði þrátt fyrir að bíllinn væri ekkert endilega lítill.

Heycar tímaritið sagði: „Gamli greifinn frá Nissan selst í skipsförmum þrátt fyrir að líta þannig út, að aðeins móðir slíks afkvæmis gæti þótt hann fallegur.” Sérstaka athygli fékk þó lítið skottpláss, lélegt höfuðrými aftur í og afstaða stýris gagnvart ökumanni.

Ekkert að þessu mælaborði.

Því miður hefur Juke fengið slæmar umsagnir í gegnum árin. Richard Hammond hefur verið sérlegur sendiherra þeirra sem líkar bíllinn alls ekki en hann segir að allar götur síðan þessi bíll kom á markað hafi hann verið verðugur fulltrúi ljótustu bíla sem framleiddir hafa verið.

Fyrsta kynslóð Juke hefur selst í meira en einni og hálfri milljón eintaka. Þess má geta að ný kynslóð Nissan Juke kom í fyrra. Hann lítur mjög vel út sá bíll að mínu mati. Við eigum eftir að prófa.

Myndir: Wikipedia og fleiri.

Fyrri grein

Er sama hvernig bíl með tvöfaldri kúplingu er ekið?

Næsta grein

Er kínverskt vont?

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Sagan um Mini – tímalaus bresk klassík

Sagan um Mini – tímalaus bresk klassík

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.