Þegar bresku hermennirnir trúðu því að vatnið gæti ekki frosið

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Þegar bresku hermennirnir trúðu því að vatnið gæti ekki frosið

Margar skemmtilegar bílasögur tengjast því þegar „alvöru“ bílaöld kom til Íslands á árum heimsstyrjaldarinnar 1940-1945.

Fyrst voru það Bretarnir  sem komu með sína herbíla, sumir þeirra voru gamlir og börn síns tíma en aðrir hentuðu betur til ferðalaga á Íslandi á þeim árum.

Fyrstu kynni Íslendinga af „herbílum“ á stríðsárunum var þegar Bretarnir komu með sína bíla þegar þeir „hertóku“ landið 1940. Myndin sem er í bók Sigurðar Hreiðars, Saga bílsins á Íslandi 1904-2004, sýnir breska hermenn vera að skipa á land kanadískum CMP herbíl á fyrstu dögum „hernámsins“ í Reykjavík árið 1940.

Bretarnir staðsettu hermenn víða um land, þar sem þeir settu upp varðstöðvar, þar á meðal á Þingvöllum.

Þeir höfðu vetursetu þarna á Þingvöllum fyrsta veturinn og uppgötvuðu merkilega staðreynd: Þegar allt var komið á kaf í snjó og frost og kuldi herjaði á þá fraus vatnið í gjánum á Þingvöllum ekki (eins og sjá má á myndinni hér efst).

Þess vegna héldu blessaðir bresku dátarnir að vatnið þarna væri gætt einhverjum „undraeiginleika“ fyrst það fraus ekki. Þótt notkun á „frostlegi“ væri orðin staðreynd hjá hernum á þessum tíma og þegar hann vantaði þá gripu hermennirnir til þess ráðs að sækja vatn í eina af gjánum á Þingvöllum og settu á vatnskassana á herbílunum.

En þeir urðu síðan afar undrandi þegar þeir uppgötvuðu að það botnfraus um nóttina í bílvélinni, með tilheyrandi vandræðum.

Svona gat „náttúran“ villt mönnum sýn á þessum tíma!

Svipaðar greinar