Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 19:02
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Þá ók blaðamaður inni í húsi og uppi á þaki

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
10/11/2021
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
279 5
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Frumsýning á Fiat 500e vekur upp gamlar minningar

Ísband í Mosfellsbæ frumsýndi í gær rafdrifinn Fiat 500e, sem strax við fyrstu sýn virðist vera hinn fullkomni „borgarbíll“ – lítill og nettur, rafdrifinn, með gott og rúmgott innanrými og síðast en ekki síst þriðju hurðina við götubrún sem auðveldar aðgengið mjög.

En frumsýningin á þessum nýja rafbíl frá Fiat vekur upp minningar frá þeim tíma þegar Fiat var raunverulegur „bíll fólksins“ um alla Evrópu, og einnig hér á landi.

Fiat 500 árgerð 1969.

Á síðustu árum síðustu aldar var það Fiat Uno sem átti hug og hjörtu bílakaupenda um alla Evrópu. Þessir bílar náðu góðri hylli kaupenda hér á landi og eitt árið seldust meira en eitt þúsund Uno hér á landi.

Meira að segja blaðamaður Bílabloggs eignaðist einn slíkan, árgerð 1987 með 999cc vél; Fiat Uno 45, sem þjónaði fjölskyldunni í mörg ár og þegar upp var staðið höfðu þrír Uno-bílar átt leið um hlaðið hjá okkur.

Fyrsti bíllinn sem blaðamaður Bílbloggs eignaðist á sínum tíma sem var „nýr úr kassanum“ var einmitt svona Fiat Uno 45.

Á þessum árum var oft boðið í reynsluakstur á Fiat Uno þegar nýjar gerðir komu fram á sjónarsviðið, og ein þessara ferða var sérlega minnisstæð vegna nokkurra atriða.

Kappakstursbraut á þaki verksmiðjunnar

Þannig hagaði til í Tórínó, heimabæ Fiat að á efstu hæð gömlu verksmiðjubyggingarinnar, Lingotto, í hjarta borgarinnar hafði Fiat látið búa til reynsluakstursbraut, eiginlega raunverulega „kappakstursbraut“, þar sem nýjum bílum var reynsluekið.

Kappakstursbrautin í notkun skömmu eftir vígsluna 1923.

Í þessari tilteknu heimsókn var löngu búið að leggja af bílaframleiðslu í þessari 6 eða 7 hæða byggingu, en enn var hægt að aka upp hringlaga braut í miðri byggingunni.

Hér var ekið innanhúss, alla leið upp á topp.

Við blaðamennirnir sem vorum frá mörgum löndum Evrópu byrjuðum á því að aka þessari nýju gerð af Uno upp hringinn innanhúss og fara svo nokkra hringi á brautinni uppi á þaki gömlu verksmiðjunnar.

Arkitektinn Giacomo Mattè-Trucco öðlaðist frægð fyrir hönnun verksmiðjunnar en hún var í byggingu frá 1916 til 1923.

En eftir nokkra hringi var leikurinn stöðvaður og okkur sagt að leggja bílunum og fylgja kynningarstjóra Fiat á annan stað á brautinni.

Þar beið okkar röð af eldri gerðum frá Fiat; allt frá gamla og góða „Topolino“ til nýrri gerða.

Mér var úthlutaður þarna fallegur Fiat 500 árgerð 1969, sem skyldi verða „minn bíll“ þennan daginn.

Kíkt í heimsókn til Ferrari

Byrjað var á því að fara nokkra hringi á brautinni á þakinu á Lingotto, en síðan lá leiðin niður alla hringina, niður á jafnsléttu og síðan var brunað úr borginni út í sveit.

Þá tók við ferðalag um sveitirnar í nágrenni Tórínó. Stoppað var í litlu þorpi, þar sem sumir fengu sér kaffi en nokkrir sturtuðu í sig bjór eða heilli hvítvínsflösku og svo var aftur farið „út að aka“.

Þegar komið var undir kvöld var meira að segja komið við hjá Ferrari í Maranello, þar sem við fengum að skoða Ferrari safnið áður en haldið var til baka til Tórínó. Ógleymanlegur dagur!

Fyrri grein

Starf leigubílstjórans: Þriðji og síðasti hluti

Næsta grein

Brunabílar 1974

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Brunabílar 1974

Brunabílar 1974

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.