Miðvikudagur, 14. maí, 2025 @ 18:38
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Svona töluðu sölumenn bílaumboðanna í denn

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
29/05/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
281 6
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Svona töluðu sölumenn bílaumboðanna í denn

Tók sman auglýsingatexta úr nokkrum íslenskum dagblaðaauglýsingum á nýjum bílum frá árinu 1966, fæðingarári undirritaðs.

Vauxhall Viva

Nóg pláss fyrir alla fjölskylduna þó lagt sé upp í langferð, segir í auglýsingu frá Bíladeild Sambandsins árið 1966.

Ótrúlega ódýr (verð ekki í auglýsingu). Bíllinn fyrir meðalstóra fjölskyldu, nóg rúm fyrir bæði fólk og farangur. 4ra hraða alsamhæfður gírkassi og með skiptingu í gólfi. Mjög gott útsýni til allra hliða.

Volvo 144

Gunnar Ásgeirsson sýndi alveg nýjan Volvo 144 árið 1966. Á þeim árum var ekkert til sparað til að kynna mögulegum Volvo kaupendum þennan nýja bíl.

Haldin var kynning í Háskólabíó þar sem bíllinn var sýndur og kvikmyndir af reynsluakstri.

Tvöfalt hemlakerfi, stýrisstöng fer í sundur við harðan árekstur, fullkomið hita- og loftræstikerfi sem hreinsar einnig móðu af afturrúðum. Hurðir opnast 80°, 925 m beygjuradíus (snúningsgeisli) og óvenju fjölhæf og þægileg framsæti.

Hillman Hunter

Bifreiðakaupendur: Þið getið hætt leitinni að góðum, vönduðum en ódýrum fjölskyldubíl. Þetta er allt sameinað í hinum nýja Hillman Hunter.

Rootes verksmiðjurnar taka sérstakt tillit til markaðsstærðar okkar á Íslandi og þessvegna getum við boðið bílinn í kringum 217 þús. krónur, segir í auglýsingu frá Agli Vilhjálmssyni árið 1966.

Níðsterk yfirbygging, gjörbreytt framfjöðrun, kraftmikil miðstöð og loftræstikerfi, öll klæðning hreinasta fagmannsvinna og eyðsla aðeins 8-9 lítrar á hverja 100 km.

Ford Cortina

Kynnist Cortina, algerlega ný Cortina. Hinir framúrskarandi kostir eldri gerða Cortina nýttir til hins ýtrasta. Glæsilegt útlit, þægindi og rými.

Vélar 59,5 og 65 hestöfl, fimm höfuðlegur. Hita- og loftræstikerfið “Aeroflow” eykur enn þægindin. Gírskipting í gólfi, á stýri eða sjálfskipting.

Það var Ford Umboðið Kr. Kristjánsson á Suðurlandsbraut 2, sem auglýsir svona árið 1966 (þarna er Hilton hótelið núna).

Fiat 124

Bíllinn sá var hannaður árið 1966 en kynntur hér árið 1967 og kynntur til leiks með ótrúlega aksturshæfni, mjög rúmgóður fimm manna bíll, diskahemlar á öllum hjólum ásamt ótal nýjungum.

65 hestöfl og eyðsla ekki nema um 8 lítrar á hundraðið. Þessi kostar aðeins frá 184.900 kr. árið 1967.

Það var Davíð Sigurðsson sem var handahafi einkaumboðs Fiat á Íslandi og var fyrirtækið staðsett á Laugavegi 178 árið 1967.

Lotus Europe

Ekki man ég eftir slíkum bíl hér á landi. En hann var til sem Matchbox bíll (litlir leikfangabílar í boxum sem flestir strákar vildu eiga nokkra af). Ég átti einn bláan – eins og á myndinni.

Trabant 601

EF þér viljið kaupa góðan bíl fyrir lítinn pening, þá kynnið yður Trabant 601. Ummæli sýna ljóslega hvers af bílnum má vænta segir í auglýsingu í Morgunblaðinu 30. janúar 1966. Stálgrindarhús klætt Duroplasti, bremsur á alla gíra, loftkæld vél (froslögur óþarfur), sparneytinn, kraftmikill, hefir góða miðstöð, sjálfstilltar bremsur, mjög rúmgóður og bjartur, asymmetrisk ljós og marg fleira.

Ingvar Helgason auglýsti bílinn en hann var á Tryggvagötu 8 í Reykjavík árið 1966. Einnig var Bílasala Guðmundar á Bergþórugötu 3 með söluumboð.

Fyrri grein

Missti fjögur hjól undan bílnum

Næsta grein

„Hvolfbíllinn“ hans Jerry

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
„Hvolfbíllinn“ hans Jerry

„Hvolfbíllinn“ hans Jerry

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Alrafmagnaður Isuzu D-MAX 4×4 á markaði Evrópu í haust

14/05/2025
Bílaframleiðsla

Volvo XC70 snýr aftur sem tengitvinnbíll með 199 km drægni á rafmagninu

13/05/2025
Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.