Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 20:34
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Reiðhjólasmiðirnir sem fóru að framleiða bíla

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
06/10/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 8 mín.
274 12
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Reiðhjólasmiðirnir sem fóru að framleiða bíla

Skoda hefur haldið merki Laurin & Klement á lofti enn þann dag í dag með því að kalla betur búnar gerðir af Skoda Laurin & Klement.

Saga Skoda er löng, nánast jafngömul og saga bílaaldar i Evrópu. Upphafið nær aftur til ársins 1894 þegar Václav Klement keypti sér reiðhjól af frú Klihovcova en hjólið þarfnaðist brátt viðgerðar.

Bíllinn sem lagði grunninn að velgengni Laurin & Klement, Faeton, gerð S, með 4ra strokka vatnskældri vél, 1766 cc, 24 hö., og hámarkshraðinn var 80 km/klst.

Hann skrifaði til þýska fyrirtækisins Seidel & Neumann í Ústinad Labem og fékk bréfið, sem hann hafði skrifað á tékknesku, endursent nokkrum dögum síðar þar sem stóð skrifað með blýanti: „Ef þú vilt að við svörum erindinu skaltu skrifa á tungumáli sem við skiljum.“

Þetta varð  til þess að Klement hugsaði sinn gang og setti upp sitt eigið verkstæði „til að hjálpa öðrum í svipuðum vandræðum og til þess að þeir þyrftu ekki lengur að reiða sig á innflutning frá útlöndum.“

Verkstæðið varð að veruleika þegar hann kynntist nafna sínum, Václav Laurin, sem varð félagi hans, og þeir hófu seinna sama ár framleiðslu á reiðhjólum sem strax náðu vinsældum.

Fyrsta reiðhjólið – Slavia – árið 1899.

Í einni verslunarferðinni til Parísar árið 1889 keypti Klement „mótorhjól“ af gerðinni Wener Bros. Verkstæði þeirra nafnanna í Mlada Boleslav hóf strax að endurbæta þetta mótorhjól og kom fram með ýmsar endurbætur. Þeir hófu eigin framleiðslu á mótorhjólum á árunum 1898 og 1899 og fengu strax stóra pöntun, 150 hjól, magn sem var nánast fáheyrt á þessum tíma, frá fyrirtækinu Hewetson á Englandi.

Fyrsta mótorhjólið – gerð 1 frá árinu 1903.
L&K lógó.
Og hér er gerð L frá árinu 1904.
Fjögurra strokka mótorhjól – 640cc frá árinu 1904.

Umboðsfyrirtækið Seidel og Mauman í Ústi nad Labem, fyrirtækið sem hafði orðið til þess að Klement stofnaði sitt fyrirtæki, samdi að lokum um heimild til að framleiða mótorhjól í Þýskalandi, byggð á hjólum sem framleidd voru í Mlada Boleslav. Þýska fyrirtækið kynnti þessi tékknesu hjól sem „toppinn í tækni í mótorhjólum“ á þessum tíma.

Laurin og Klement héldu áfram að þróa framleiðsluna og komu fljótlega fram með þriggja hjóla mótorhjól og loks „fjórhjól“ á árinu 1901.

Þriggja hjóla mótorhjól með bekk fyrir tvo fyrir framan ökumanninn frá árinu 1905. Hjólin voru framleidd á árunum 1904-1911.

Því má segja að upphaf mótorhjólaframleiðslunnar fyrir meira en einni öld, árið 1898, sé upphafið að bílaframleiðslunni eins og við þekkjum hana í dag.

Václav Klement, (1868 – 1938) stofnandi fyrirtækisins stýrði ekki aðeins fyrirtækinu heldur tók hann einnig þátt í kappakstri og keppti á mótorhjólum.  Hann náði góðum árangri í kappakstrinum og stýrði Klement einnig L & K verksmiðjuteyminu. Myndin sýnir hann (fyrir miðju) með Václav Vond?ich eftir sigurinn í óopinberu heimsmeistarakeppninni í Dourdan, 1905.

Fyrsti bíllinn

Framleiðsla á fyrstu bílunum, sem kallaðir voru „Voiturettes“, hófst árið 1905 og slógu þeir strax í gegn vegna þess að þeir voru ódýrir, með flott útlit og vel smíðaðir.

Fyrsti bíll Laurent & Klement var Voiturette gerð A sem kom fram árið 1905. Hér er einn slíkur á safni Skoda.

Hætt var að framleiða mótorhjól árið 1912 og hafin að fullu framleiðsla á fólksbílum, strætisvögnum, vélum fyrir landbúnað og rafstöðvar, svo og flugvélamótorum. L&K komu upp umboðum í mörgum Evrópulöndum, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.

Helsta framleiðslan á árunum 1911 til 1914 var „Faeton“; sportlegur bíll með yfirbyggingu úr aski, og hámarkshraðinn var 80 kílómetrar á klukkustund.

Þessi gerð – B2 – sem var 10-12 hestöfl kom á markað 1907.
Fallegur tveggja manna „sportbíll“ – gerðin er BSC frá árinu 1908.
Gerð Se sem framleidd var á árunum 1913-1917.
Gerð Sg frá árinu 1914.
Laurin & Klement gerð 300 var smíðuð árin 1917 til 1923.

Fyrri heimsstyrjöldin þýddi verulega breytingu á framleiðslunni og meðan á henni stóð voru framleiddir bílar fyrir herinn, sjúkrabílar og ýmis hergögn.

Að stríðinu loknu var erfitt fyrir marga að ná sér aftur á strik en hér nutu Laurin & Klement þess að hafa verið með gott gengi fyrir stríðið og nafn þeirra var orðið þekkt um allan heim.

Gerð 105 frá árinu 1924.

Í byrjun þriðja áratugarins var hægt að sjá bíla frá Laurin & Klement á vegum frá Japan til Mexíkó. Fyrir utan heimalandið, hið nýstofnaða tékkóslóvakíska lýðveldi, og í helstu borgum Mið-Evrópu var að finna umboð í Moskvu, Sankti Pétursborg, Kíev, Rostock, Smolensk, Simferpol, Baku, Varsjá, Amsterdam og Rio de Janeiro.

Sameining við Skoda

Efnahagssamdráttur og minni sala varð til þess að L&K sameinaðist stærsta iðnaðarfyrirtæki Bæheims, Skoda í Pilsen, á árinu 1925. Tilgangurinn var að ná fram meiri hagkvæmni og ódýrari framleiðslu.

LAURIN & KLEMENT – ŠKODA 110 1925–1929. Síðasta L&K-gerðin var einnig fyrsti bíll ŠKODA. Árið 1925 sameinaðist L&K verkfræðifyrirtækinu ŠKODA frá Pilsen í vesturhluta Bæheims. Hin vinsæla fjögurra strokka gerð 110 var með merki beggja fyrirtækjanna. Nokkur afbrigði voru framleidd, til dæmis: fólksbifreið, phaeton, eðalvagn, roadster, coupé, vörubifreið og sjúkrabíll.
Gerð 110 frá árinu 1929 – bæði með merkjum Laurin & og Klement og Skoda.

Nýr bíll, kallaður 420, rann af færibandinu árið 1933 og á næstu árum kom fram fjöldi bíla sem margir þóttu standa framar því helsta sem var að gerast í Evrópu á þessum tíma.

Við ljúkum myndasyrpunni um bíla frá Klement & Laurent með þessum Skoda Hispano-Suiza 25, 100 hestafla bíl sem smíðaður var á árunum 1926-29. Fallegur bíll sem var góður fulltrúi þessara tíma í bílaiðnaðinum í Evrópu.
Fyrri grein

Ferskir Frakkar framtíðar og fortíðar

Næsta grein

Þetta kallar maður sko fornbílasýningu!

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Þetta kallar maður sko fornbílasýningu!

Þetta kallar maður sko fornbílasýningu!

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.