Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 15:26
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hve oft þværðu bílinn þinn?

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
03/06/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 6 mín.
315 3
0
152
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hve oft þværðu bílinn þinn?

Bílaþvottastöðvar eru margs konar – allt frá plönum með grjóthörðum strákústs-hausum og upp í dúnmjúkar risatromlur með fíberklútum.

Sumir kjósa að þvo bíla sína sjálfir. Það eru hins vegar ansi margir sem nota bílaþvottastöðvar. Hér verður fjallað aðeins um bílaþvott.

Byrjaði ansi snemma

Ein af þeim fyrstu þar sem bílum var ekið í poll til að hreinsa undirvagninn. Myndi sennilega ekki henta rafbílum nútímans.
Hér eru bara nokkuð venjulegir sturtuhausar.

Fyrsta bílaþvottastöðin var opnuð í Detroit árið 1914. Hún var kölluð „Automated laundry“ sem þýða mætti lauslega sem sjálfvirkur þvottur. Bílnum var ýtt í gegnum þvottagöng með handafli og þar voru síðan starfsmenn sem sápuðu bílinn, hreinsuðu og þurrkuðu.

Hver starfsmaður hafði ákveðið verkefni með höndum og þannig þróaðist verklagið líkt og það er á slíkum stöðvum í dag.

Þessi á hillunni hafði það verkefni að skrúbba toppinn.
Væntanlega stoltir eigendur þvottastöðvar.
Hér er bíllinn kyrr á meðan búnaðurinn færist.
Hér er mikið um að vera og fjórir bílar inni.

Svipað verklag

Flest okkar sem komin eru á þann aldur að muna eftir Bón- og bílaþvottastöðinni í Sigtúni 3, vitum að það hafa ekki orðið stórar breytingar á verklaginu í gegnum tíðina.

Það eru enn starfsmenn að sápa bílana og þurrka – bara aðeins fullkomnari búnaður.

Svipuð tækni og hefur tíðkast í gegnum áratugina.
Þetta gæti verið nokkurs konar bílabar. Bíllinn er á súningspalli.
Lítið rými en skilvirkur þvottur.
Hér var bílnum ekið upp á pall til að komast betur að honum.

Svo eru til alsjálfvirkar þvottastöðvar sem eru reyndar ansi misjafnar að gæðum og helst þyrfti bíllinn nú að fara hreinn inn til að koma hreinn út.

Efnin hafa líka batnað frá því að gamla Mjallarbónið var og hét. Þeir sem hafa bónað bílinn sinn með slíku bóni vita hvar Davíð keypti ölið.

Minnir frekar á móttöku á rússnesku sjúkrahúsi en þvottastöð.
Þessi stöð er hálfvegis úti undir beru lofti.

En hvað er bón?

Upphaflega var vaxbón unnið úr Carnuba pálmatrénu eða blöðum þess. Oft er þetta kallað Brasilískt vax en þó aðeins öðruvísi en notað er á kroppinn til að slíta líkamshár.

Carnuba vax er lykilefni nokkurra algengra vörutegunda enn í dag eins og t.d. skósvertu, tannþráð og gólfbón.

Í dag hefur vaxbónið mikið til vikið fyrir bóni sem framleitt er úr misjafnlega umhverfisvænum gerviefnum. Markmiðið er hins vegar það sama – að setja á lakk bílsins örþunna húð til að ná fram meiri dýpt og gljáa.

Húðin ver lakkið líka fyrir útfjólubláum geislum sólarljóssins og alls kyns óhreinindum sem skvettast upp á bílinn.

Oft hafa ungmenni safnað aurum fyrir hvers kyns málefnum með bílaþvotti.
Pit stop í Ameríkunni. Hér eru allir starfsmenn á vakt að klára bílinn.

Keramik

Undanfarin ár hafa fyrirtæki á sviði bílaþrifa boðið aðra lausn; keramikhúðun sem sagt er að endist mun lengur en hefðbundið bón.

Markmiðið er það sama og með bóninu: að vernda lakkið. Efnið er fjölliða sílíkonefni sem borið er á lakkið og myndar vatnsfælna filmu á lakkið.

Sagt er að endingin sé margfalt meiri en með hefðbundnu bóni, jafnvel upp í ár.

Þessa þvottastöð ættu margir að kannast við – bíllinn hans Walter White í stæðinu.
Sú lengsta í heimi.
Hér snýst búnaðurinn í kringum bílinn. Þýskt hugvit.
Hér er ein gömul sem muna má sinn fífil fegurri.
Og önnur slík.
Nýtísku „tunnelstöð“ sem bílar renna í gegnum.
Fyrri grein

Harley-Davidson bjó til rafknúið fjallahjól án fjöðrunar að framan eða aftan

Næsta grein

Andlitslyfting 2023 Toyota Corolla

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Andlitslyfting 2023 Toyota Corolla

Andlitslyfting 2023 Toyota Corolla

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.