Hve oft þværðu bílinn þinn?

153
DEILINGAR
1.4k
SMELLIR

Hve oft þværðu bílinn þinn?

Bílaþvottastöðvar eru margs konar – allt frá plönum með grjóthörðum strákústs-hausum og upp í dúnmjúkar risatromlur með fíberklútum.

Sumir kjósa að þvo bíla sína sjálfir. Það eru hins vegar ansi margir sem nota bílaþvottastöðvar. Hér verður fjallað aðeins um bílaþvott.

Byrjaði ansi snemma

Ein af þeim fyrstu þar sem bílum var ekið í poll til að hreinsa undirvagninn. Myndi sennilega ekki henta rafbílum nútímans.
Hér eru bara nokkuð venjulegir sturtuhausar.

Fyrsta bílaþvottastöðin var opnuð í Detroit árið 1914. Hún var kölluð „Automated laundry“ sem þýða mætti lauslega sem sjálfvirkur þvottur. Bílnum var ýtt í gegnum þvottagöng með handafli og þar voru síðan starfsmenn sem sápuðu bílinn, hreinsuðu og þurrkuðu.

Hver starfsmaður hafði ákveðið verkefni með höndum og þannig þróaðist verklagið líkt og það er á slíkum stöðvum í dag.

Þessi á hillunni hafði það verkefni að skrúbba toppinn.
Væntanlega stoltir eigendur þvottastöðvar.
Hér er bíllinn kyrr á meðan búnaðurinn færist.
Hér er mikið um að vera og fjórir bílar inni.

Svipað verklag

Flest okkar sem komin eru á þann aldur að muna eftir Bón- og bílaþvottastöðinni í Sigtúni 3, vitum að það hafa ekki orðið stórar breytingar á verklaginu í gegnum tíðina.

Það eru enn starfsmenn að sápa bílana og þurrka – bara aðeins fullkomnari búnaður.

Svipuð tækni og hefur tíðkast í gegnum áratugina.
Þetta gæti verið nokkurs konar bílabar. Bíllinn er á súningspalli.
Lítið rými en skilvirkur þvottur.
Hér var bílnum ekið upp á pall til að komast betur að honum.

Svo eru til alsjálfvirkar þvottastöðvar sem eru reyndar ansi misjafnar að gæðum og helst þyrfti bíllinn nú að fara hreinn inn til að koma hreinn út.

Efnin hafa líka batnað frá því að gamla Mjallarbónið var og hét. Þeir sem hafa bónað bílinn sinn með slíku bóni vita hvar Davíð keypti ölið.

Minnir frekar á móttöku á rússnesku sjúkrahúsi en þvottastöð.
Þessi stöð er hálfvegis úti undir beru lofti.

En hvað er bón?

Upphaflega var vaxbón unnið úr Carnuba pálmatrénu eða blöðum þess. Oft er þetta kallað Brasilískt vax en þó aðeins öðruvísi en notað er á kroppinn til að slíta líkamshár.

Carnuba vax er lykilefni nokkurra algengra vörutegunda enn í dag eins og t.d. skósvertu, tannþráð og gólfbón.

Í dag hefur vaxbónið mikið til vikið fyrir bóni sem framleitt er úr misjafnlega umhverfisvænum gerviefnum. Markmiðið er hins vegar það sama – að setja á lakk bílsins örþunna húð til að ná fram meiri dýpt og gljáa.

Húðin ver lakkið líka fyrir útfjólubláum geislum sólarljóssins og alls kyns óhreinindum sem skvettast upp á bílinn.

Oft hafa ungmenni safnað aurum fyrir hvers kyns málefnum með bílaþvotti.
Pit stop í Ameríkunni. Hér eru allir starfsmenn á vakt að klára bílinn.

Keramik

Undanfarin ár hafa fyrirtæki á sviði bílaþrifa boðið aðra lausn; keramikhúðun sem sagt er að endist mun lengur en hefðbundið bón.

Markmiðið er það sama og með bóninu: að vernda lakkið. Efnið er fjölliða sílíkonefni sem borið er á lakkið og myndar vatnsfælna filmu á lakkið.

Sagt er að endingin sé margfalt meiri en með hefðbundnu bóni, jafnvel upp í ár.

Þessa þvottastöð ættu margir að kannast við – bíllinn hans Walter White í stæðinu.
Sú lengsta í heimi.
Hér snýst búnaðurinn í kringum bílinn. Þýskt hugvit.
Hér er ein gömul sem muna má sinn fífil fegurri.
Og önnur slík.
Nýtísku „tunnelstöð” sem bílar renna í gegnum.

Svipaðar greinar