Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 5:59
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Hraðskreiðasti api sögunnar

Haraldur orn Arnarson Höf: Haraldur orn Arnarson
22/12/2021
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 3 mín.
267 17
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Hraðskreiðasti api sögunnar

Fyrir tæplega 70 árum, nánar tiltekið árið 1953, gerðist svolítið undarlegt í NASCAR-kappakstrinum vestur í Bandaríkjunum, en þá sló api í gegn á nokkuð óvæntan hátt.

Einn fræknasti ökumaður heims á þessum árum var Tim Flock, sem ásamt bræðrum sínum hafði verið nær ósigrandi í NASCAR-keppnum á sínum öflugu Hudson Hornet-bílum.

Ómælda akstursreynslu höfðu bræðurnir öðlast í sprúttkeyrslu í Suðurríkjunum, en þar var ennþá eimaður ólöglegur vínandi til sveita sem aka þurfti hratt með til næstu borga, á undan laganna vörðum, ekki ólíkt því sem tíðkaðist á bannárunum. Eftir að hafa unnið 33 NASCAR-keppnir árið 1952 var Tim afslappaður þegar nýtt tímabil hófst og vildi gjarnan gera eitthvað eftirminnilegt.

Ákveðið var kaupa lifandi smáapa, sauma á hann búning og útbúa viðeigandi hjálm og gleraugu, auk lítils sætis sem fest var farþegamegin á frambekkinn, nógu hátt til að hann gæti auðveldlega séð út og veifað til áhorfenda.

Allt var þetta gert án vitundar keppnishaldara, enda hæpið að þeir hefðu samþykkt lifandi dýr á meðal keppenda.

Apinn fékk nafnið Jocko Flocko og á aftan á jakka hans var saumað keppnisnúmer bílsins „91“. Rétt áður en keppni hófst á Charlotte Speedway þann 5. apríl 1953 var hinum óvænta aðstoðarökumanni smyglað inn í bílinn og hann ólaður niður. Þegar Tim Flock fór í gegnum fyrstu beygjuna tóku hinir keppendurnir fyrst eftir apanum og urðu svo undrandi að litlu mátti muna að allir bílarnir enduðu í einni kös.

Þegar félagarnir komu inn í fyrsta stopp til eldsneytistöku og dekkjaskipta þyrptust að áhorfendur til að skoða Jocko. Keppnishaldarar sáu strax að apinn hafði ákveðið auglýsingagildi og fékk hann því leyfi til að keppa áfram með Tim. Náðu þeir félagar að landa sigri í tíunda kappakstri sínum saman, en eftir það fór að halla undan fæti. Í lok maí kepptu þeir á Raleigh Speedway og þar gerðist hið óvænta.

Þegar innan við þriðjungur var eftir af keppninni sleit Jocko sig lausan úr sætinu og óð um bílinn.

Eitt af því sem hann hafði séð Tim gera margoft var að opna lok á gólfinu, en þaðan var hægt að sjá í annað framdekkið og kanna slit þess. Reif nú apinn lokið upp, stakk hausnum út og straukst við dekkið.

Við það varð hann gjörsamlega hamslaus í bílnum, beit Tim og klóraði, þannig að hann neyddist til að koma inn í pittinn og skila Jocko af sér.

Við það datt hann niður í þriðja sætið og verðlaunaféð lækkaði um 600 dollarar, sem var dágóð upphæð í þá daga. Þetta reyndist lokakeppni Jocko og að öllum líkindum í síðasta skipti sem api tók þátt í alvöru kappakstri.  

Tim Flock var sigursæll NASCAR-ökumaður á eftirstríðsárunum, en hann hafði öðlast ómetanlega reynslu sem sprúttkeyrslumaður í Suðurríkjunum, en hún átti eftir að hjálpa honum við að landa fjölmörgum sigrum.

Hudson-bíll Tim Flock númer 91 stormar fram úr Herb Thomas, sem einnig var sigursæll í NASCAR. Hudson þótti óhemju góður kappakstursbíll, enda vel smíðaður með lágan þyngdarpunkt og afar öfluga 308 kúbika (5 lítra) sex strokka vél.

Bræðurnir Tim og Fonty Flock, ásamt Herb Thomas, halda Jocko á milli sín eftir sigurinn á Hickory Speedway 16. maí 1953. Apinn var ekki hár í loftinu en átti eftir að reynast skeinuhættur í lokakeppni sinni 30. maí.

Tim Flock við sinn trausta Hudson Hornet-kappakstursbíl. Eftir að Hudson sameinaðist Nash við stofnun American Motors breyttust bílarnir og misstu kappakstursgetu sína árið 1955. Þá snéri Flock sér að hinum nýja og öfluga 300-bíl frá Chrysler, sem margir telja fyrsta alvöru kraftabíl sögunnar, en það er önnur saga.

Fyrri grein

Minni hávaði í Tesla S og X

Næsta grein

Bíll ársins 2022: Sjö bílar valdir í úrslit

Haraldur orn Arnarson

Haraldur orn Arnarson

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Mjög sjaldgæfur 1937 Bugatti fannst í bílskúr

Mjög sjaldgæfur 1937 Bugatti fannst í bílskúr

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.