Gamlir og góðir Kókbílar

138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR

Gamlir og góðir Kókbílar

Það var ekki fyrr en um miðja öldina síðustu að Coca-Cola fyrirtækið fór að staðla útlit bíla sinna. Upphaflega var guli liturinn áberandi en í áranna rás breyttist hann yfir í þann rauða.

Það voru líka hinir ýmsu bílaframleiðendur sem komu við sögu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Einnig pakkningarnar. En það er eitt sem aldrei hefur breyst, það er uppskriftin og grunnmerki Coca-Cola. Vörumerkið kom fram um 1923 og hefur verið á vörunni æ síðan.

Ætli Coca-Cola sé ekki eitt þekktasta vörumerki í heimi.

Coca-Cola sendibíll í Argentínu árið 1942.
Ford F100 sendibíll í klassískum Coca-Cola rauðum. Mynd frá Asurnipal.
Mynd sem sýnir Coca-Cola sendibíl frá árinu 1973.
Ekki leigubíll í London, bara einn gamaldags Coca-Cola sendibíl. Mynd frá Ka!zen.
Coca-Cola bíll frá árinu 1946.
Floti Coca-Cola vörubíla fullir af Coca-Cola.
Coca-Cola hjól í Nýju Delí á Indlandi. Mynd frá Trevor Brown
Sendibíll fyrstu áratuganna. Mynd frá Ben Franske
Verkamenn hlaða kössum af Coca-Cola flöskum á vörubíl í verksmiðjunni  um 1930. (Mynd frá American Stock Archive/Archive Photos/Getty Images)
Ökumaður í New Orleans stendur fyrir framan Coca-Cola sendibílinn sinn fullum af gosdrykknum á flöskum, 1929.
Skemmtilegt lúkk á þessum skúffubíl.
Hér er einn rauður: Gamall sendibíll frá Richmond, Virgina. Til sýnis á bar í Benasque á Spáni. Þetta er Citroen. Mynd tekin 9. júlí 2011.
Í Cartagena, Kólumbíu – 14. apríl 2009: Rauður 1954 Dodge Stake vörubíll sem notaður er til afhendingar á drykkjum í gamla bænum í Cartagena.
Hannover, Þýskalandi – 21. september 2016: Kynning á hinni klassísku Volkswagen T2 í Coca-Cola útgáfu á bílasýningu. Þessi bíll var einn vinsælasti létti atvinnubíllinn í Evrópu á sjöunda og áttunda áratugnum.
Gamall uppgerður Coca-Cola sendibíll frá 1934. Bílnum er lagt við götu í Prag í Tékklandi á þessari mynd.
Fallegur gulur Coca-Cola bíll. Merkið er alltaf með  sama letri. Mynd frá JOHN LLOYD
Coca-Cola grindurnar á þessum opna vörubíl eru ansi flottar. Hannaðar til að afgreiða beint úr bílnum. Mynd frá SajoR
Pínulítill og sætur, Chevrolet Pickup Coca-Cola bíll. Mynd frá Jmpoirier1
Annar Chevrolet pallbíll í öðrum litum. Mynd frá Jmpoirier1
Renault Coca-Cola sendibíll sem þyrfti smá upplyftingu í Saigon í Víetnam í nóvember 1968. Mynd frá Brian Wickham/Flickr.

Heimild: thevintagenews.com

Þessu tengt: 

Þegar Coca Cola var besta rúðuhreinsiefnið

Svipaðar greinar