Sunnudagur, 11. maí, 2025 @ 1:50
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Daihatsu Charade – sagan

Jóhannes Reykdal Höf: Jóhannes Reykdal
23/07/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
287 9
0
142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Daihatsu Charade – sagan

Framhjóladrifni smábíllinn Daihatsu Charade var framleiddur frá 1977 til 2000. Fyrsta kynslóð Charade, G10, kom fram árið 1977. Hann var framleiddur bæði sem 3ja eða 5 dyra hlaðbakur.

Fyrsta útgáfan af G10 árið 1977 var með kringlótt aðalljós…
…en önnur útgáfan af G10 (1980-1983) var með ferhyrnd aðalljós.
En flestir muna eflaust eftir D10 Runabout-gerðinni þegar við nefnum Daihatsu Charade; litla „kýraugað“ aftast setti sinn svip á þessa ger.ð

G10-bíllinn í fyrstu seríunni (1977–80) var með hringlaga aðalljós og seinni útgáfa af G10 seríunni 2 (1980–83) var með ferhyrnd aðalljós. 0,993 lítra þriggja strokka vélin var 50 hestöfl. Framleiðslan hélt áfram til 1983.

Frumsýning á annarri kynslóðinni (G11) árið 1983 kom með uppfærða R3 1 lítra vél, þar á meðal túrbó með 68 hestöflum og dísel.

Önnur kynslóðin kom fram á sjónarsviðið árið 1983. Fimm árum eftir upphafið, var Charade endurgerður, þar á meðal með Model CL vél, minnstu eins lítra dísilvél heims á þeim tíma

Bíllinn var búinn 5 gíra beinskiptingu. Yfirbyggingin er ennþá 3ja og 5 dyra hlaðbakur. G11 kom einnig út í tveimur seríum: sú fyrsta með „ferköntuðu“ framljósum, sú seinni – með hringlaga „kattaraugum“. Í Evrópu var Daihatsu Charade grunnurinn, vélar og gírkassar notaður sem grunnur að Innocenti-bílunum.

Þriðja kynslóðin af Daihatsu Charade (G100) kom á markað árið 1987. Hlaðbaksgerð G100 var bæði með 1 og 1,3 lítra bensínvélum og 1 lítra túrbódísilvél. Árið 1988 kom útgáfa með útliti hefðbundinna fólksbíla.

Þriðja kynslóðin af Daihatsu Charade (G100) kom á markað árið 1987.

GTti-breytingin á Japansmarkaði var kölluð GT-XX og var með þaklúgu, gluggum, vökvastýri og loftpúða; hún var líka mismunandi hvað varðar innri og ytri yfirbyggingu.

Frá 1988 til 1992 var bíllinn seldur á Norður-Ameríkumarkaðnum en salan gekk ekki vel. Einnig var gerðin seld í Ástralíu, og aðeins með bensínvélum. Árið 1994 hófst framleiðsla fjórðu kynslóðar Daihatsu Charade (G200).

Daihatsu Charade G200 kom á markað 1994.

Bíllinn var framleiddur bæði sem hlaðbakur og hefðbundinn fólksbíll með skotti (sedan). Bíllinn, sem var með 1,5 lítra vél, (90 hestöfl) var búinn aldrifi gegn aukagjaldi. Hætt var með dísilgerðir. GTti var með 16 ventla 1,6 lítra SOHC vél. Fyrir Japansmarkað var afl þessarar vélar 124 hestöfl en afl útflutningsútgáfunnar var takmarkað við 105 hestöfl.

Í þróun þessa bíls (G203) tók þátt fyrrum kappaksturshetjan ítalska, Alessandro de Tomaso; bíllinn var búinn Recaro sætum, sportstýri og Pirelli dekkjum.

Á heimamarkaði í Japan var fjórða kynslóðin nefnd eftir kappaksturshetjunni Alessandro de Tomaso, sem hafði átt Innocenti-fyrirtækið sem vann náið með Daihatsu.

Alls voru framleidd um 120.000 eintök af Charade Gti. Árið 1996 fékk gerðin andlitslyftingu: grillið og framljósin breyttust og voru nú orðin svipuð ytri hlutum Toyota Starlet.

Árið 2000 lauk framleiðslu á Charade og framleiðsla Sirion / Storia (Toyota Duet) hófst.

Síðustu bílar Daihatsu Charade komu á markað árið 2000.
[Greinin birtist fyrst í september 2020]
Fyrri grein

Yugo litli fer til Ameríku

Næsta grein

Misvondar afsakanir og hraðasektir

Jóhannes Reykdal

Jóhannes Reykdal

Ritstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Misvondar afsakanir og hraðasektir

Misvondar afsakanir og hraðasektir

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025
Álit

Peugeot E-5008 GT – sjö sæta bíll með nægu plássi!

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.