Fimmtudagur, 9. október, 2025 @ 6:07
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Citroënlengjarinn sérstaki: Pierre Tissier

Malín Brand Höf: Malín Brand
24/04/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 7 mín.
270 18
0
138
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Einhver líkti bílnum á myndinni hér að ofan við „hastarleg ofnæmisviðbrögð“ því að framan virðist hann kannski eilítið bólginn… Sannleikurinn er sá (eins og margir eflaust vita) að sá græni var útkoma tveggja bíla blöndu þar sem blandarinn var Photoshop.

Skjáskot af síðu Mollers Cars

Engu að síður eru bílarnir tveir raunverulegir og þeir eru aðeins sýnishorn af þeim mögnuðu breytingum sem maðurinn Pierre Tissier gerði á fjölda bíla; einkum á Citroën DS.

Glussakerfið frábæra

Allt er þetta nú byggt á hinu einstaka glussakerfi Citroën sem margir tengja við bílinn Citroën 2CV sem árið 1948 birtist veröldinni. Að minnsta kosti Evrópu, svona ti lað byrja með.  Kerfið í 2CV er útskýrt býsna vel í þessu myndbandi hérna sem við birtum fyrir nokkrum mánuðum.

Þannig var, að því er fram kemur nokkuð víða, að Tissier vann hjá framleiðandanum Panhard í kringum 1960. Dag einn þegar Tissier var í óttalegu basli með að finna bílaflutningabíl og gat engan veginn orðið sér úti um slíkt apparat, datt honum í hug að gera dálitlar breytingar á Citroën DS.

Breytingarnar urðu þó nokkrar og þremur mánuðum síðar var tilbúinn hinn prýðilegasti bílaflutningabíll. Næstu þrjá áratugina fékkst Tissier við nákvæmlega þetta: Að gera breytingar á Citroën DS, DX og XM. Þetta urðu vinsælir bílaflutningabílar, bílar til flutninga á búfénaði og síðast en ekki síst sem sjúkrabílar.

Sjúkrabíllinn reyndist vel.

Ekki má gleyma að margir slíkir bílar þóttu fínir húsbílar en Penthouse hét ein útfærslan af CX sem kynnt var 1980.

Það er gott að vera á löngum bíl þegar flytja á langan bíl. Hmmm… þetta er nú kjánalegt að segja og skrifa. En satt er það nú engu að síður.

Hér á landi hafa slíkir bílar nú verið til (og eru enn), eins og lesa má um hér í grein á Vísi þar sem segir frá einum slíkum „sem kom hér nýr í Borgarnes og [er búinn] að þjóna sem sjúkrabíll, líkbíll, blómabíll, brauðbíll og í allskonar hlutverkum,“ eins og maður nokkur, Guðsteinn Oddsson, sagði í þessu viðtali sem vitnað er í hér að ofan og birtist í Vísi. Þar er einnig að finna myndband af bílnum.

Hér er frétt um Citroën með númerinu U-413 sem var sjúkrabíll á Egilsstöðum og kom þangað nýr árið 1980.

Bílarnir gegndu, sem fyrr segir, hinum ýmsu hlutverkum. Í grein sem lesa má hér,kemur m.a. fram að bíllinn hafi reynst ljómandi vel til að flytja dagblöð landshluta á milli í Frakklandi; þægilegt þótti með eindæmum að aka bílnum og sitja í honum á lengri ferðum, auk þess sem bílstjóri gat hæglega lagst sig stundarkorn í bílnum á lengstu leiðunum.  

1981 tók Pierre Tissier þátt í Algeríurallinu á sjúkrabíl nr 15 og á Íslandi var hann viðloðandi rall hér árið 1983 en þori ég ekki að fullyrða hvort hann var að vinna við rallið eða hvort hann keppti sjálfur. Ábendingar vel þegnar á netfangið malin@bilablogg.is og þá verður framhald!

Bell 47 þyrla á pallinum á bíl Tissier í einhverju rallinu.

Tengt efni: 

„Þægilegasti bíll í heimi,“ segir hann

Cityrama Citroën 55: Furðulegasta furðufar sögunnar?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Hvernig virka vatnslásar?

Næsta grein

Ný vottun viðgerða verndar neytendur

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
Ný vottun viðgerða verndar neytendur

Ný vottun viðgerða verndar neytendur

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025
Bílaheimurinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

08/10/2025
Bílaframleiðsla

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

07/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.