Föstudagur, 10. október, 2025 @ 22:34
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Alþjóðleg alþýðuhetja

Haukur Svavarsson Höf: Haukur Svavarsson
30/11/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 4 mín.
271 15
0
137
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Alþjóðleg alþýðuhetja

Hvað eiga VAZ 2101, Premier 118NE, SEAT 124, og Murat 124 sameiginlegt? Eða Zaztava 125, Nasr 125?

Allt eru þetta bílgerðir og númerin segja einhverjum kannski eitthvað. En áður en ég held áfram ætla ég að líta aftur til ársins 1967.

Árið 1964 var bíll ársins í Evrópu valinn í fyrsta sinn af (ECOTY fyrir European car of the year) samtökum bílablaðamanna í Evrópu.

Þrem árum síðar hlaut FIAT 124 þann titil.

Í samanburði við bíla nútímans er hann óttalega óspennandi en á þeim tíma þótti hann, eins og við er að búast af sigurvegara, nokkuð nýstárlegur þrátt fyrir ákaflega hefðbundið útlit.

Kantaður í laginu með fjórar hurðar. Þessi bíll boðaði svo sem enga byltingu í bílasmíð, en undir yfirborðinu bauð hann upp á hluti sem fram að þessu höfðu einvörðungu prýtt dýrari bíla þrátt fyrir að vera einungis hugsaður sem sakleysislegur fjölskyldubíll.

Gormafjöðrun á öllum hornum, alsamhæfðan gírkassa og diskabremsur á öllum hjólum.

Meira að segja rúðuþurrkur með letingja voru nýlunda. Ekkert af þessu var sjálfgefið í venulegum alþýðubílum. Fyrir vikið þótti Fiat 124 hafa afburða aksturseiginleika og var auk þess rúmgóður og þægilegur ferðabíll.

Enda átti hann eftir að lifa lengi lítið breyttur, lengur en flestar aðrar bílgerðir í sögunni. Hann var þó ekki framleiddur af Fiat nema frá 1966-1974 en öðlaðist framhaldslíf í fjölda landa allt fram á þessa öld.

Ári síðar sendi FIAT svo á markað stækkaða útgáfu af honum, Fiat 125, sem var tæknilega séð alveg sami bíllinn. Hann var aðeins lengri og skartaði lítillega öflugri vélum en, eins og ég sagði, í grunninn sami bíllinn.

Hvorir tveggja Fiat 124 og Fiat 125 sáust vissulega á íslenskum vegum en útlit þeirra er okkur þó líklega minnisstæðara sem Lada eða Polski Fiat.

Almúgaskýringin, og það sem allir vissu var, að hinir Austur-Evrópsku voru útdauðir Ítalir sem öðlast höfðu framhaldslíf.

Vissulega rétt, en sagan er stærri og flóknari en þetta. Fiat seldi nefnilega framleiðsluréttinn að þessum bílum miklu víðar en til Austur Evrópu. 124 var, auk Sovétríkjanna smíður á Indlandi, í Malasíu, á Spáni, í Búlgaríu, Tyrklandi, Kóreu og Egyptalandi.

125 átti sína náfrændur síðan í Póllandi, Júgóslavíu, Egyptalandi, Argentínu, Colombíu og Marokkó.

Ekki voru allar þessar fjölþjóðlegu útgáfur þó alveg eins þó grunnurinn hafi alltaf verið hinn sami.

Víða var fjöðrunarbúnaðurinn einfaldaður, diskabremsum skipt út fyrir skálabremsur, alls lags vélar og gírkassar notaðir; Nissan sums staðar, Peugeot annars staðar, sums staðar díselvélar og svo mætti lengi telja.

Víða voru notuð öðruvísi ljós og grill og fleira smávægilegt fifferí. En, alltaf sami bíllinn í grunninn.

Það er sagnfræðileg staðreynd að Volkswagen Bjallan er mest seldi bíll í sögunni. Er þá átt við bíl, sem samfellt var framleiddur á sama grunni.

Það er ekkert að marka þó Toyota Corolla hafi selst í meira magni; ekkert tengir fyrstu útgáfuna við þá núverandi nema nafnið.

En maður spyr sig; á ekki Fiat 124 þennan tiltil skilið ekki síður en, eða jafnvel frekar en Bjallan? Munurinn á Fiat 124 frá 1967 og Premier 118NE frá 2001 er ekki meiri en á Bjöllu frá 1938 og Bjöllu frá 1977.

Mér tókst ekki að finna framleiðslutölur fyrir alla afkomendur Fiat 124 en Sovétmenn (og síðar Rússar) smíðuðu yfir 17 milljónir eintaka.

Ekki þykir mér ósennilegt að allir hinir samanlagt hafi á 50 árum eða svo tekist að skrúfa saman þær 5 milljónir sem þarf til að skáka Bjöllunni, sem var smíðuð í rúmlega 21,5 milljónum eintaka víða um heim.

Megum við kannski kalla Fiat 124 hina alþjóðlegu alþýðuhetju bílaheimsins?

Fyrri grein

Geðveikustu hugmyndabílar sem hafa verið búnir til – 2/4

Næsta grein

VW Golf kemur í stað Tesla Model Y sem söluhæsti bíllinn í Evrópu

Haukur Svavarsson

Haukur Svavarsson

Íslenskufræðingur og blaðamaður

Svipaðar greinar

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Höf: Pétur R. Pétursson
13/09/2025
0

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber...

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Bíll byggður á Hyundai Concept Three kemur á markað árið 2026

Höf: Jóhannes Reykdal
11/09/2025
0

Hyundai stefnir að markaði lítilla rafbíla í Evrópu með rafknúnum hlaðbak með Ioniq-merkinu MÜNCHEN — Hyundai stefnir að því að...

Algjör veisla fyrir rúntara

Höf: Pétur R. Pétursson
12/07/2025
0

Við tókum Guðfinn Eiríksson, stjórnarmann í Bílaklúbbnum Krúser, tali eftir þáttöku hans á Västerås Summermeet sem fram fór fyrir skömmu...

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Af hverju er merkið á Audi fjórir hringir?

Höf: Jóhannes Reykdal
23/06/2025
0

Audi var stofnað árið 1909 en fékk ekki fjóra hringi fyrr en árið 1932. Við skoðum söguna… Ef einhver segði...

Næsta grein
VW Golf kemur í stað Tesla Model Y sem söluhæsti bíllinn í Evrópu

VW Golf kemur í stað Tesla Model Y sem söluhæsti bíllinn í Evrópu

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

 LEAPMOTOR er ný tegund rafbíla á Íslandi

10/10/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.