VW ID6 birtist á vefsíðu eftirlitsstofnanna í Kína
Og enn berast fréttir af ID-fjölskyldu bíla frá Volkswagen, í þetta sinn af rafbílnum Volkswagen ID6, Bílll sem aðeins notar orku frá rafhlöðum með sæti fyrir allt að sjö farþega og er áætlaður á markað í Kína, hefur skyndilega komið fram á sjónarsviðið.
Myndir af ID6, byggðar á ID Roomzz hugmyndabílnum frá 2019, voru birtar á vefsíðu iðnaðar- og upplýsingatæknimálaráðuneytis Kína í vikunni.
Sameiginlegt verkefni Volkswagen Group og SAIC fékk samþykki eftirlitsstofnanna til að framleiða og selja stóra rafbíla í Kína.

Bíllinn verður smíðaður í nýrri SAIC-Volkswagen verksmiðju í Sjanghæ með 300.000 árlega afkastagetu. Þegar Roomzz hugmyndabíllinn var kynntur sagði Herbert Diess, forstjóri VW, að flaggskipið yrði einnig að lokum kynnt á öðrum mörkuðum en tjáði sig ekki um tímasetningu.
Sölu- og markaðsstjóri VW-vörumerkisins, Juergen Stackmann, sagði við tímaritið AutoExpress árið 2019 að framleiðslan ID Roomz yrði seld í Bandaríkjunum en ólíklegt væri að hún yrði markaðssett í Evrópu þar sem kaupendur kjósa að vera á fyrirferðarlitlum bílum og ekki „sérstaklega stórum“.

Ný 800 milljón dollara samsetningarverksmiðja VW í Tennessee í Bandaríkjunum mun einnig framleiða rafbíla.
VW framleiðir nú þegar tvö minni farartæki í sameiginlegum verkefnum í Kína – ID4 Crozz saman í FAW-Volkswagen í Foshan og ID4 X sem smíðaður er af SAIC Volkswagen í Shanghai.
Volkswagen sagði í nóvember að framleiðsla þriggja bíla í ID-fjölskyldunni til viðbótar muni hefjast í Kína árið 2021. Alls ætlar VW að kynna átta ID-gerðir í Kína árið 2023.
ID6 er byggður á sama rafmagnsgrunni (MEB) og Volkswagen er að nota á heimsvísu. Bíllinn er 292 mm lengri en ID4 og 615 mm lengri en ID3 sem aðeins er seldur í Evrópu, miðað við þær upplýsingar sem birtar eru á vefsíðu Kína gefa til kynna.
Í Kína, samkvæmt þessum ríkisskjölum, verður grunngerð ID6 búin 82 kílówattstunda litíumjónarafhlöðu. Tveir aflrásarmöguleikar verða í boði: grunngerð með einum 75 kílóvatta rafmótor með 100 hestöflum og toppútgáfa með tveimur mótorum, einum í hvorum enda ökutækisins, fyrir samanlagt afl 150 kW og 201 hestöfl.
Boðið verður upp á bílinn með aftur- eða fjórhjóladrifi og eins hraða skiptingu, að því er fram kemur í skjölum stjórnvalda.
(David Phillips og Yang Jian – Automotive News Europe)