Föstudagur, 10. október, 2025 @ 3:07
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Viltu láta smíða bílinn fyrir þig?

Pétur R. Pétursson Höf: Pétur R. Pétursson
02/07/2021
Flokkar: Bílaheimurinn
Lestími: 4 mín.
282 3
0
136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Viltu láta smíða bílinn fyrir þig!

Á meðan Jagúar reynir að finna sína fjöl á markaðnum með þróun næstu kynslóðar rafbíla standa fjölmörg bílagallerý í því að endursmíða bíla fyrri tíma. E-Type UK er eitt af þessum verkstæðum sem endursmíðar gamla bíla og blandar nýrri tækni saman við og býr til svokallaða „restomod“ bíla.

Umræddur bíll er byggður á Jaguar E-Type sem kom fyrst á markað árið 1961. Þetta er Series 3 bíll sem notaður er sem útgangspunktur fyrir þessa endurgerð.

Þegar uppi er staðið er enginn hlutur ósnertur í þessum bíl.

Aflið aukið

Hvert verkefni hefst á að redda gömlum bíl til að byggja grunninn á. Eftir að hafa tekið undirvagninn í nefið og styrkt hann er V12 (tólf strokka) vélin tekin fyrir.

Stimpilhólfin eru boruð út og stækkuð um 800 rúmsentimetra þannig að rúmtak vélar verður 6.1 líter. Með rafstýrðri eldsneytis innspýtingu og sérsmíðuðu útblásturskerfi gefur vélin um 400 hestöfl.

Við vélina er síðan pöruð fimm gíra handskipting og aflið er síðan sent út í afturhjólin. Fjögurra arma öflugar bremsur tryggja hnökralausa stöðvun.

Nýjasta tækni

Þegar vélin hefur fengið sína yfirhalningu snúa menn sér að undirvagninum. Þar er nánast ekkert í bílnum sem E-Type bíllinn var búinn í upphafi. Komið hefur verið fyrir stillanlegum höggdeyfum og undir bílnum eru örlítið stærri teinafelgur til að nýju bremsurnar komist vel fyrir.

Að utan léku menn sér svo aðeins með stuðara, grill og sérmerktu bílinn með lógói sínu. LED ljós eru að sjálfsögðu staðalbúnaður og ætluð til að færa lúkkið meira til nútímans.

Að öðru leyti eru breytingar að utan frekar lúmskar og ekki svo auðvelt að sjá í fljótu bragði. Innanrými bílsins eru engin takmörk sett – þar ræður ferðinni fjárhagur kaupandans – allt er leyfilegt.

Hægt er að panta mismunandi leðuráklæði, upphituð sæti, LED lýsingu, start/stop hnapp, blátannarbúnað og surround hljóðkerfi svo eitthvað sé nefnt.

Það er hægt að panta bíl

Áætlað er að endursmíðin taki allt að fjögur þúsund vinnustundir (4.000 klst.) sem skýrir að hluta til verðlagninguna en byrjunarverðið er um 56 milljónir – og það er án fornbílsins sem notaður er sem grunnur. Í því samhengi má nefna að fyrir þessa upphæð er hægt að kaupa tvo Lamborghini Huracán Evo og bílskúr til að geyma hann í.

Einnig væri hægt að kaupa litla flugvél eða rúmlega 100 stykki af Toyota Corolla árgerð 2006. „Restomod“ bílar eru aldrei ódýrir en þessir Jagúar bílar verða líklega auðveld söluvara þrátt fyrir verðið.

Byggt á grein Autoblog.

Fyrri grein

Júní sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi með 80 selda bíla

Næsta grein

Splunkunýir Land Cruiserar gjöreyðilögðust

Pétur R. Pétursson

Pétur R. Pétursson

Vefstjóri og blaðamaður

Svipaðar greinar

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

Höf: Jóhannes Reykdal
09/10/2025
0

Kia keppir við VW um forystu í markaðssetningu rafknúinna fólksflutningabíla SEÚL — Volkswagen ID Buzz, söluhæsti meðalstóri fólksflutningabíll Evrópu, mun...

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

Höf: Jóhannes Reykdal
08/10/2025
0

Eftir meira en áratug á markaðnum er Kia Soul að hverfa á braut. Kia hefur staðfest að framleiðslu Soul lýkur...

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Tesla kynnir stóra FSD uppfærslu sem endurspeglar akstursstíl þinn

Höf: Pétur R. Pétursson
08/10/2025
0

FSD stenur fyrir „full self driving” Útgáfa 14.1 er stærsta FSD uppfærsla í eitt ár FSD 14.1 hefur einnig nokkrar...

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Hugmyndabíllinn Dacia Hipster

Höf: Jóhannes Reykdal
07/10/2025
0

Sagður endurskapa smárafbílinn þar sem ESB íhugar nýjar reglur um smábíla MEUDON, Frakkland — Dacia segir að Hipster hugmyndabíllinn þeirra,...

Næsta grein
Toyota kynnir næstu kynslóð Land Cruiser

Toyota kynnir næstu kynslóð Land Cruiser

Segðu okkur hvað þér finnst! Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Bílaframleiðsla

Nýr Kia PV5 mun keppa við VW ID Buzz

09/10/2025
Bílasýningar

Nýr og alrafmagnaður Kia EV4 frumsýndur um land allt

09/10/2025
Bílaframleiðsla

Kia Soul hættir framleiðslu eftir árgerð 2025

08/10/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.