Ýmislegt um bíla… til gamans!

136
DEILINGAR
1.2k
SMELLIR

Þegar vafrað er um veraldarvefinn er hægt að finna fullt af ónauðsynlegum upplýsingum. Sumar þessara upplýsinga eiga við um bíla og notkun þeirra og hér á eftir fara nokkrar slíkar – bara til gamans!

Bílar eru oftast kyrrstæðir! Nærri 95% af ævi bílsins stendur hann kyrr í stæði.

Bílar og endurvinnsla. Ótrúlegt en satt! 80% efnis í meðalstórum bíl eru endurvinnanleg. Í Bandaríkjunum einum eru árlega 12 milljónir ökutækja endurunnin. Athyglisvert er að endurvinnsla bíla er 16. stærsti iðnaðurinn í Bandaríkjunum.

Hægra eða vinstra megin?  Nær 65% jarðarbúa aka hægra megin á veginum.

Sjálfskipting eða handskipting. Það að aka bíl með hefðbundinni- eða beinskiptingu er ekki efst á baugi hjá Bandaríkjamönnum. Athugið að meira en 95% bíla í Bandaríkjunum eru með sjálfskiptingu. Á hinn bóginn, í Evrópu og Japan, eru meira en 80 prósent seldra bíla með beinskiptingu.

Bíll á aðeins 24 sekúndum!  Frá 1909 til 1927 smíðaði Ford meira en 15 milljónir bíla. Upphaflega tók það 12 klukkustundir að setja Model T saman. Með hjálp færibandatækninnar var þessi tími styttur í 8 mínútur fyrir hvern bíl árið 1913, og að lokum árið 1927, á síðustu árum framleiðslu T -módelsins, var verksmiðjan að skila fullbúnum bíl á aðeins 24 sekúndna fresti.

Rolls Royce – bíllinn sem endist alla ævina? Nærri þrír fjórðu hlutar Rolls Royce bíla sem framleiddir hafa verið eru enn á ferðinni í dag.

Ford gerði margar tilraunir áður en hann smíðaði Ford Model T! Henry Ford smíðaði átta mismunandi gerðir bíla (A, B, C, F, K, N, R, S) áður en hann kom fram með hina frægu T -gerð. Ford Model T var með fjögurra strokka línuvél sem skilaði 20 hestöflum.

Mesta slysahættan í Ferrari! Samkvæmt vefsíðunni cars.com, er Ferrari 458 Spider, gerð 563 sá bíll sem er mest hætta á að lenda í slysi í. Og sá bíll sem er með minnstu hættuna varðandi slys samkvæmt vefsíðunni er Ford F-150 SuperCrew, 42.

Hraðskreiðasti lögreglubíl í heimi (vottað af heimsmetabók Guinness) er í Dubai. Það er Bugatti Veyron-aðeins einn af 14 eintaka flota frábærra bíla. Bíllinn er með 16 strokka vél sem skilar 1.000 hestöflum. Bíllinn nær hámarkshraðanum 407 km/klst og fer úr 0 í 100 km/klst á aðeins tveimur og hálfri sekúndu.

Ferrari framleiðir aðeins 14 bíla á dag og bílarisinn Toyota framleiðir 13.000 bíla á hverjum degi.

Bíllinn er sú vara sem er mest endurunnin í heiminum. Áhugavert, ekki satt?

Svipaðar greinar