Toyota fór fram úr VW og varð númer 1 í bílasölu á heimsvísu árið 2020
Toyota fór fram úr Volkswagen Group og var söluhæsti bílaframleiðandi heims árið 2020 þar sem eftirspurnin sem orsakaðist af heimsfaraldri kórónavírus kom harðar niður á VW.
Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem Toyota náði þessari stöðu.
Sala Toyota samstæðunnar árið 2020, sem nær til dótturfélagana Lexus, Daihatsu og Hino, lækkaði um 11 prósent í 9,53 milljónir eininga, sagði fyrirtækið á fimmtudag.
Sala VW Group á heimsvísu minnkaði um 15 prósent og var 9,31 milljónir bíla, sagði bílaframleiðandinn 13. janúar. Tala VW innifelur sölu á vörumerkjum VW, Audi, Porsche, Skoda og Seat, auk Scania og MAN þungaflutningabíla.
Umfang sölutaps bílaframleiðandans réðst að mestu leyti á þeima svæðum sem urðu fyrir af áhrifum af völdum kórónavírus.
VW er með sterkt fótspor í Evrópusambandinu, þar sem sala fólksbíla minnkaði „fordæmalaust“ um 24 prósent niður í minna en 10 milljónir árið 2020, samkvæmt samtökum iðnaðarins ACEA. Sala VW Group lækkaði um 15 prósent og er versta afkoma þeirra í nærri áratug.
Toyota hefur aftur á móti meiri viðveru í Bandaríkjunum þar sem heildarsala bíla dróst saman um 15 prósent árið 2020. Þótt Bandaríkin séu með flest COVID-19 dauðsföll og tilfelli, hefur það ekki valdið eins miklum lokunum og í Evrópu.

Herbert Diess forstjóri VW Group hóf frumkvæðisbreytingu eftir að hann tók við toppstarfinu árið 2018 til að einbeita sér að því að lyfta arðsemi frekar en að elta söluaukningu. Söluávöxtun VW hefur verið eftirbátur Toyota í mörg ár og lægð á markaði vegna heimsfaraldursins fyrir ári síðan afhjúpaði tiltölulega háan kostnað VW.
Fyrir árið 2020 seldi VW fleiri bíla en Toyota á hverju ári síðan 2015. En afkoma fyrirtækjanna tveggja í fyrra gæti verið vísbending um lengri tíma þróun, að mati sérfræðinga. Þó að búist sé við að VW fari tímabundið fram úr Toyota aftur árið 2021, er gert ráð fyrir að Toyota muni auka hlut sinn á hverju ári til 2025, sagði IHS Markit.
Þrýstingur VW á að framleiða fleiri rafknúnin ökutæki ætti að leiða til söluaukningar í ár, en langvarandi lokanir á markaði og lokun sýningarsala á innanlandsmarkaði mun halda áfram að hafa slæm áhrif, sagði einn sérfræðinganna, Yoshiaki Kawano.
Kawano sagði að Toyota muni halda áfram að njóta mikillar sölu á kjarnamörkuðum sínum í Japan og Bandaríkjunum. Í Kína, stærsta bílamarkaði heims og stærsta markaði VW, ætti fyrirtækinu „ganga vel“ með því að koma fram með fleiri rafbíla og sportjeppa í takt við staðbundna eftirspurn, sagði hann.
Þrátt fyrir að fjöldi þátta eins og áframhaldandi útbreiðslu á krórónavírusins og alþjóðlegur skortur á minniskubbum verði viðvarandi árið 2021, áætlar IHS Markit að bílasala muni jafna sig jafnt og þétt í 84,4 milljónir selda bíla frá 76,8 milljónum árið 2020. Búist er við að bílasala í heiminum verði 94,8 milljónir bíla árið 2025.
Toyota gerði lítið úr forystu sinni yfir VW á árinu 2020. „Við einbeitum okkur ekki að því hver röðun okkar kann að vera, heldur að þjónusta viðskiptavini okkar,“ sagði talsmaður Toyota.
(Bloomberg og Reuters)