Tesla Model X fær 5 stjörnu einkunn frá evrópskri öryggisstofnun
Í frétt frá Tesla á miðvikudag 4. desember að Model X sportjeppinn þeirra hafi hlotið fimm stjörnu mat hjá European New Car Assessment Program (NCAP) í stöðluðum prófunum fyrir Evrópu-markað.
Fyrirtækið sagði að bíllinn hafi hlotið nákvæmlega sama heildarstig og Model 3 frá Tesla.

„Þetta gefur þessum tveimur bílum frá Tesla besta árangur í þessum hluta matsins samkvæmt nýjustu reglum Euro NCAP,“ sagði NCAP í yfirlýsingu.
Einkunnirnar veita upplýsingar um verndun í árekstri og öryggi í veltu nýrra ökutækja.
Fimm stjörnur bæði í Bandaríkjunum og Evrópu
Það vakti athygli þegar Tesla Model X varð fyrsti og eini jeppinn sem nokkru sinni hefur fengið 5 stjörnu öryggiseinkunn í hverjum flokki og undirflokki frá bandarísku öryggisstofnuninni um öryggi á þjóðvegum (NHTSA). „Í dag erum við spennt að byggja á þessari arfleifð með því að bæta við 5 stjörnu öryggismati frá evrópsku umferðaröryggisstofnuninni í mati á nýjum bílum (Euro NCAP), sem metur þætti öryggisaðstoðar bílsins og getu bílsin til að vernda fullorðna, börn og viðkvæma vegfarendur.
Athyglisverð útkoma
Afrakstur og árangur Model X í Euro NCAP prófum er athyglisverður af ýmsum ástæðum:
- Hann fékk hæstu heildarstigagjöfina til þessa í 2018/2019-reglunum fyrir stærri jeppa.
- Hann hlaut nákvæmlega sömu heildarstig og Model 3 – sem sýnir að stóri jeppinn okkar er alveg eins öruggur og minnsti og hagkvæmasti fólksbíllinn okkar, segir Tesla.
- Model X náði nákvæmlega sama öryggisstuðustigi og Model 3 fékk fyrr á þessu ári, sem er hæsta öryggisstig sem skráð hefur verið samkvæmt núverandi og ströngustu reglum Euro NCAP til þessa. Og þessi Model X próf voru í fyrsta skipti sem opinbert öryggismatsstofnun prófar nýju, fullu sjálfkeyrandi tölvuna okkar, segja þeir hjá Tesla.
- Model X náði næstum fullkomnu stigi í flokknum verndun farþega, og skoraði heil 8 af 8 stigum í árekstri skáhalt að framan og 16 af 16 mögulegum stigum á prófunum í árekstri á hlið.
„Allar þessar niðurstöður eru gerðar mögulegar með rafmagns arkitektúr okkar sem veitir lágan þyngdarpunkt, stíft farþegarými og stórt kreppusvæði. Og með uppfærslum okkar í loftinu heldur Model X (eins og öll Tesla farartæki) áfram að verða enn öruggari með tímanum“ segir í frétt Tesla, „og við erum staðráðin í að smíða öruggustu bíla á vegunum og við erum spennt að bæta þessum nýju Euro NCAP niðurstöðum við skrá Model X um ágæti öryggis“.
(byggt á frétt frá Tesla og Automotive News Europe