Svartasti svarti Rollsinn
Getur svartur bíll verið svartari en næsti svarti bíll? Ójá, og svartur Rolls-Royce getur verið „mjög svartur“ eins og fram kemur í þessu myndbandi sem var, rétt í þessu, að birtast á YouTube. Rowan Horncastle hjá TopGear varpar ljósi á svartasta svarta Rollsinn.

Reyndar er þetta mjög merkilegt myndband fyrir margra hluta sakir. Spilunin hefst hér á fimmtu mínútu en það er um að gera að spila frá byrjun til að kafa dýpra ofan í sögu svarta Rollsins.
Svart er nefnilega svo miklu meira en andstæðan við hvítt, segja þeir.
Fleira um svarta bíla og liti á bílum:
„Vantablack“-málning er svo svört að þessi BMW X6 2020 lítur út fyrir að vera í tvívídd
Eru fuglar líklegri til að drita á rafbíla?
Græðir þú á því að kaupa gráan bíl?
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.